fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026

Hvað gerir Skúli?

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blikur eru á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, sem kunnugt er, og hluthafar í Icelandair hafa ekki farið varhluta af mikilli taugaveiklun á markaðnum. Greiningar sýna, að markaðsvirði félagsins er komið langt undir upplausnarvirði þess og er óhætt að það sýni stöðuna í hnotskurn.

Á meðan margir spá því að bæði Úlfar Steindórsson stjórnarformaður og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair þurfi að axla sín skinn fljótlega ef ekki verður gjörbreyting til hins betra, beinast augun að samkeppnisaðilanum WOW undir forystu Skúla Mogensen.

Greiningaraðilar linntu ekki látum fyrr en WOW gaf upp afkomutölur fyrir 2017 og þær reyndust verri en flesta hafði grunað. Margt bendir til þess að tapið hafi haldið áfram á þessu ári í takt við hækkandi eldsneytisverð og harðnandi verðsamkeppni.

Spurt er hversu mikið úthald Skúli hafi í komandi átök. Já eða bakhjarlar hans. Munu lánveitendur félagsins sækjast sjálfir eftir auknum áhrifum?

Icelandair og WOW eru nú sumpart komin í sömu stöðu og bankarnir fyrir efnahagshrunið 2008, að vera orðnir of stórir þátttakendur í íslensku efnahagslífi til að falla. Gríðarlegur fjöldi starfa treystir á að félögin flytji ferðamenn hingað til lands sem aldrei fyrr og efnahagur þjóðarinnar reiðir sig á gjaldeyristekjurnar sem félögin skapa.

Allra augu verða því á flugfélögunum komandi vikur og mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki

Kona í Hafnarfirði krefst skilnaðar en eiginmaðurinn finnst ekki
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Saga Dröfn þurfti að bíða í þrjú ár eftir að gerandi hennar var dreginn fyrir dóm – „Það var ekkert réttlæti sem að ég fékk í gegn“

Saga Dröfn þurfti að bíða í þrjú ár eftir að gerandi hennar var dreginn fyrir dóm – „Það var ekkert réttlæti sem að ég fékk í gegn“
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“

„Eftir að mér var bjargað, þegar ég kom aftur heim, þá vildi ég ekki ræða það sem gerðist við nokkurn mann“
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Ben litli hvarf sporlaust fyrir 35 árum – Óvænt bréf til móður hans gæti leyst ráðgátuna

Ben litli hvarf sporlaust fyrir 35 árum – Óvænt bréf til móður hans gæti leyst ráðgátuna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gefur lítið fyrir gagnrýni vegna tónlistarinnar – „Trúðu mér, ég hef alveg fengið þetta í andlitið“

Gefur lítið fyrir gagnrýni vegna tónlistarinnar – „Trúðu mér, ég hef alveg fengið þetta í andlitið“
Fókus
Í gær

Segir gríðarlega áhættu vera að skila sér – „Áhorfendur eru helteknir“

Segir gríðarlega áhættu vera að skila sér – „Áhorfendur eru helteknir“
Fréttir
Í gær

Ástand kjörkassa bágborið víða um land – Varað við rifum í einu kjördæmi

Ástand kjörkassa bágborið víða um land – Varað við rifum í einu kjördæmi
Fréttir
Í gær

Þrautagöngu læknis í dómskerfinu lokið með ósigri

Þrautagöngu læknis í dómskerfinu lokið með ósigri
Fréttir
Í gær

Trump birtir nýja en stórskrýtna Grænlandsmynd – „Hver er þá tilgangurinn hérna?“

Trump birtir nýja en stórskrýtna Grænlandsmynd – „Hver er þá tilgangurinn hérna?“