Farþegi varð vitni að atvikinu og sagði að viðstaddir voru í bæn á meðan þessu stóð. Áhöfnin brást skjótt við og bæði stúlkan og faðirinn eru heilu og höldnu.
Disney Cruise Line staðfesti frásögn farþegans í samtali við E! News.
„Áhöfnin sýndi einstaka færni og skjót viðbrögð og fær sérstakar þakkir,“ sagði talsmaður fyrirtækisins.
„Öryggi og velferð gesta okkar skiptir okkur máli og þetta sýnir hversu vel verklagsreglur okkar virka.“
Atvikið náðist á myndband og má sjá það í fréttaumfjöllun CBS.