fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Drap 74 ára nágranna sinn vegna deilna um lokað hlið

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 03:05

James O'Neill hafði búið í húsinu í 40 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

74 ára maður var kýldur og ítrekað var sparkað í hann á heimili hans og lést hann tveimur vikum síðar af völdum áverka sinna. Það var nágranni hans sem banaði honum vegna deilna yfir lokuðu garðhliði.

Metro segir að Trevor Gocan,  hafi ráðist á James O´Neill og veitt honum alvarlega áverka með höggum og spörkum og skilið hann eftir liggjandi í garðinum fyrir utan fasteignina sem hann hafði átt heima í síðustu 40 árin.

James var fluttur á sjúkrahús en lést tveimur vikum síðar af völdum áverka sinna en höggin og spörkin, sem hann varð fyrir, voru svo þung að þau orsökuðu heilablæðingu.

Að morgni þessa örlagaríka dags fór Gocan að heiman til að kaupa sér samloku á nærliggjandi veitingastað. James fór einnig að heiman til að sækja sér dagblað í blaðsölubás í Covent Garden. Hvorugur þeirra vissi að þeir voru nágrannar.

Þegar James hafði ekki skilað sér heim fyrir hádegi fór eiginkona hans út til að gá hvort hún sæi til hans. Þegar hún leit fram af svölunum sá hún hann liggjandi á lóðinni, árásin var þá yfirstaðin.

Fyrir dómi sagði stjórnandi lögreglurannsóknarinnar að Gocan hafi kýlt og sparkað í James fyrir framan fullt af vitnum, þar á meðal voru börn, á sunnudagsmorgni.

Gocan sagði að til deilna hafi komið á milli hans og James vegna hliðsins við húsið, þeir hafi ekki verið sammála um hvort það ætti að vera opið eða lokað.

Hann var fundinn sekur um morð og mun dómari ákveða refsingu hans í lok júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið