fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 03:11

Mynd tekin úr drónanum af því þegar flugskeytið hæfði flugvélina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn skaut rússneska Su-30 orustuþotu niður með sjávardróna. Þetta gerðist á föstudaginn að því er segir í tilkynningu frá úkraínsku leyniþjónustunni GRU.

Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem orustuþota var skotin niður með sjávardróna. Þetta gerðist nærri rússnesku hafnarborginni Novorossiisk en það er mikilvæg hafnarborg við Svartahaf.

Flugskeyti var skotið frá sjávardrónanum og hæfði það Su-30 orustuþotuna sem var á flugi hátt yfir sjónum.

Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en rússneskur herbloggari, sem er talinn hafa góð tengsl við varnarmálaráðuneytið, skrifaði að þotan hefði verið skotin niður og að flugmennirnir hefðu náð að skjóta sér út og hafi verið bjargað af sjómönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið