fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 06:30

Bíll mannsins endaði ofan í þessari holu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur mánuðum eftir að 74 ára vörubílstjóri endaði ofan í stórri holu, sem myndaðist skyndilega í götu nærri Tókýó í Japan, tókst leitarmönnum að finna lík hans og ná því upp.

Maðurinn ók þriggja tonna vörubíl þegar hola myndaðist skyndilega í götunni, sem hann ók eftir í Yashio. Bíllinn endaði ofan í holunni.

Björgunaraðgerðir hófust nær samstundis en aðeins tókst að ná palli vörubílsins upp. Ökumaðurinn sat fastur í stýrishúsinu. Síðan er talið að hann hafi sogast út úr því og enn dýpra niður.

Eftir mikinn undirbúning, til að tryggja öryggi leitarmanna, tókst þeim loks að finna líkið á föstudaginn og koma því upp á yfirborðið. Meðal þess sem þurfti að gera áður var að gera örugga leið neðanjarðar.

Sérfræðingar segja að holan hafi myndast vegna tæringar í holræsalögnum. Holrúm hafi myndast undir þeim og síðan hafi jarðvegurinn hrunið undan þunga ökutækja sem óku eftir götunni og holan myndast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið