fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Pressan

Sálfræðingur segir að þetta megi afar og ömmur aldrei segja við barnabörnin

Pressan
Laugardaginn 10. maí 2025 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutverk afa og ömmu í lífi barnabarnanna er oft ómetanlegt en það er mikilvægt fyrir afa og ömmu að vera meðvituð um hvaða áhrif sum orð þeirra geta haft á börnin, bæði andlega og tilfinningalega.

Sofia Lewicki, sálfræðingur, sagði í samtali við Clarin að setningar, sem virðast mjög saklausar, geti valdið óöryggi hjá börnum.

Hún tók sem dæmi þegar afi og amma leyfa barnabörnunum svolítið aukalega, til dæmis að horfa á teiknimynd seint að kvöldi eða að borða meira nammi en þau fá venjulega. Við slíkar aðstæður er ekki óalgengt að afa og ömmu detti í hug að segja: „Þetta er litla leyndarmálið okkar.“ En það þarf að fara varlega í þetta að sögn Lewicki.

Hún sagði að þessi setning, sem virðist mjög sakleysisleg, geti kennt börnunum að það sé í lagi að leyna hlutum og það geti verið skaðlegt.

Önnur setning, sem er ekki góð, er þegar afi og amma segja: „Mamma þín vill þetta ekki“ en leyfa samt það sem er verið að ræða um.

Þetta getur að sögn Lewicki grafið undan valdi foreldranna og ruglað barnið í ríminu því það getur fyllst efasemdum um hver setur reglurnar.

Hún lagði áherslu á að afi og amma eigi ekki endilega að fylgja reglum foreldranna algjörlega en það sé mikilvægt að virða þau mörk sem séu sett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan bankaði upp á – „Sagði að pabbi minn væri morðingi“

Lögreglan bankaði upp á – „Sagði að pabbi minn væri morðingi“
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þess vegna kíkja flugáhafnir á skóna þína þegar þú gengur um borð

Þess vegna kíkja flugáhafnir á skóna þína þegar þú gengur um borð
Pressan
Í gær

Þessi vinsælu matvæli geta valdið snemmbúnum einkennum Parkinsons

Þessi vinsælu matvæli geta valdið snemmbúnum einkennum Parkinsons
Pressan
Í gær

Ólétta konan var myrt – Myndin sem hún sendi breytti öllu

Ólétta konan var myrt – Myndin sem hún sendi breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)

Tíu klassísk mistök sem karlar gera á fyrsta stefnumótinu (og hvernig er hægt að forðast þau)
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú setur þetta hjá lauknum þá getur hann enst mánuðum saman

Ef þú setur þetta hjá lauknum þá getur hann enst mánuðum saman