fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona rokkarans Scott Shriner, Jilliam Lauren, var skotin af lögreglunni í Los Angeles í gær eftir að hún beindi skotvopni að manni fyrir utan heimili sitt í borginni. Lauren hefur verið kærð fyrir tilraun til manndráps.

Eiginmaður hennar, Scott Shriner, gerði garðinn frægan með bandarísku hljómsveitinni Weezer sem átti hvern slagarann á fætur öðrum á 10. áratug liðinnar aldar og upp úr aldamótum. Scott er bassaleikari hljómsveitarinnar.

Í frétt Mail Online kemur fram að maðurinn sem Lauren beindi skotvopninu að hafi lent í þriggja bíla árekstri um miðjan dag. Hann flúði af vettvangi fótgangandi ásamt tveimur öðrum mönnum í bílnum.

Maðurinn mun hafa reynt að fela sig fyrir lögreglumönnum, meðal annars með því að afklæðast og fá sér sundsprett í sundlaug við hús í nágrenninu. Þá er hann sagður hafa vökvað blóm við sundlaugina. Mun hann hafa gert til að reyna að villa um fyrir lögreglu og þykjast vera venjulegur íbúi.

Lauren, sem er meðal annars rithöfundur, er sögð hafa stokkið út úr húsi sínu og beint skotvopni að manninum sem var kominn inn í garðinn hjá henni. Ekki liggur fyrir hvort hún hafi skotið úr byssunni. Lögregla er sögð hafa margítrekað við hana að leggja vopnið frá sér sem hún gerði ekki. Endaði það þannig að hún var skotin í öxlina. Hún hljóp í burtu í kjölfarið og inn í húsið sitt en kom út stuttu síðar ásamt barnapíunni sinni.

Lauren mun hafa sagt við lögreglu, þegar hún var handtekin, að hún hafi verið að verja eign sína og óttast um eigið öryggi. Maðurinn sem Lauren miðaði byssunni að var einnig handtekinn.

Lauren var flutt á slysadeild en meiðsli hennar eru ekki alvarleg, að því er fram kemur f fréttum bandarískra fjölmiðla. Ekki liggur fyrir hvort Scott Shriner hafi verið heima þegar atvikið átti sér stað en hann undirbýr sig nú fyrir tónleika Weezer sem fram fara á Coachella-hátíðinni á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur