Flestir kannast við að innan á ofninum er þurr fita og það er eins og það þurfi að nudda hana í óratíma til að ná henni af.
En með því að nota þrjú efni er hægt að búa til ofurofnhreinsi sem fjarlægir allra erfiðustu blettina í ofninum og auðvitað alla hina.
Það sem á að nota er:
Matarsódi
Edik
Vatn
Þess utan þarf að nota svamp.
Fylgdu bara leiðbeiningunum í myndbandinu hér fyrir neðan og ofninn verður væntanlega tandurhreinn og flottur.