fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Hættulegasti bókaklúbbur í heimi – Unglingar á hernumdum svæðum í Úkraínu streitast á móti með óvenjulegum hætti

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati The Guardian er hættulegasta bókaklúbb heims að finna á hernumdum svæðum í Úkraínu. Meðlimir klúbbsins eru unglingar sem hafa ákveðið að bjóða Rússum birginn með óvenjulegum hætti.

Blaðamaður lýsir því hvernig hin 17 ára gamla Mariika, sem er dulnefni, og vinir hennar tryggja að allir gluggar séu lokaðir, að dregið sé fyrir og að enginn sé að pukrast fyrir utan hurðina, áður en þau opna sig um bókaklúbbinn.

Á þeim svæðum sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu er bannað læra úkraínsku. Úkraínskar kennslubækur eru flokkaðar sem öfgafullar og getur það varðað fangelsi í allt að fimm ár að hafa slíka bók í fórum sínum. Uppljóstrarar eru víða sem tilkynna meint brot til rússnesku leynilögreglunnar. Foreldrar sem verða uppvísir að því að heimila börnum sínum að fylgja úkraínsku kennsluskránni gætu misst forsjá barna sinna og unglingar sem tala úkraínsku í skólanum eiga á hættu að vera teknir til yfirheyrslu.

Bókaklúbburinn þarf því að fara mjög varlega og gæta að því hverjum hann treystir. Meðlimir passa að hittast aldrei í stórum hópum, aldrei fleiri en þrír í einu. Eins er áskorun að finna bækur. Mariika lýsir því að í bænum þar sem hún býr hafi Rússar fjarlægt og tortímt úkraínskum bókum úr þó nokkrum bókasöfnum. Allt að 200.000 bókmenntaverk, um stjórnmál, sögu og bókmenntir, hafa orðið eldinum að bráð.

Mariika og vinir hennar notast því við Internetið og gæta þess að afmá öll stafræn spor í leiðinni. Stjórnvöld eiga nefnilega til að taka af þeim farsíma og tölvur til að leita að öfgaefni. Unglingarnir lesa ljóð, leikrit og bækur eftir úkraínska höfunda. Þau nýta einnig klúbbinn til að læra um söguna, án rússneskrar ritskoðunar. „Þeir kenna ekki þekkingu í skólanum heldur kenna okkur að hata aðra Úkraínumenn. Þau hafa fjarlægt öll úkraínsk merki og hengt upp myndir af Pútín úti um allt. Sagan sem við lærum er öll um hið frábæra Rússland og hvernig Rússland hefur alltaf þurft að standa af sér árásir frá öðrum löndum.“

Samkvæmt rússnesku kennsluefni er Úkraína hluti af Rússlandi. Úkraínskum börnum er kennt að skilgreina sig sem Rússa og tala um Rússland sem föðurland sitt. Mariika og félagar í bókaklúbbnum vilja læra raunverulegu söguna og halda fast í úkraínsku rætur sínar. Þau stofnuðu þennan klúbb og leyfðu blaðamanni að ræða við sig svo Úkraínumenn, utan hernumdu svæðanna, viti að það er vissulega andspyrna til staðar þrátt fyrir hernámið. Þar er fólk að berjast fyrir tilvistarrétti sínum sem Úkraínumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi