fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 08:00

FS Tourville. Mynd:Bruno Heluin/Linkedin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarnorkuknúinn franskur kafbátur, FS Tourville, kom til hafnar í Halifax í Kanada í síðustu viku. Orðrómar fóru strax á kreik um að heimsóknin væri tilkomin vegna hótana Donald Trump um að innlima Kanada í Bandaríkin. Trump hefur ítrekað sagt að hann vilji gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna og sagði Justin Trudeau, þáverandi forsætisráðherra Kanada, vera „ríkisstjóra“.

En orðrómarnir um tilefni heimsóknar kafbátsins eru ekki á rökum reistir. Kafbáturinn var sendur til Kanada eftir að Konunglegi kanadíski sjóherinn kynnti fyrirætlanir sínar um að endurnýja aldraðan kafbátaflota sinn. Le Parisien skýrir frá þessu.

Frakkland og Kanada skrifuðu undir yfirlýsingu í september varðandi styrkingu hernaðarsamstarfs ríkjanna.

CTV News segir að reiknað sé með að kafbáturinn verði í höfn í Halifax þar til um næstu helgi.  Hann er 99 metrar á lengd, vegur 5.200 tonn og getur kafað niður á 350 metra dýpi. Hann er kjarnorkuknúinn og getur náð allt að 25 hnúta hraða. Hann er meðal annars búinn flugskeytum og tundurskeytum.

Kanadamenn stefna á að kaupa sex til tólf kafbáta og á að afhenda þann fyrsta í síðasta lagi 2035. Miðað er við að gengið verði til samninga um smíði kafbátanna 2028.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum