
Baðherbergi þjónar margvíslegum hlutverkum, þar þarf að nota salerni, vask, baðkar og sturtu. Jafnvel þvo þvott og þurrka. Og þar þarf hagnýtt geymslurými sem geymir allt sem til þarf. Á sama tíma þarf baðherbergið að vera snyrtilegt og stílhreint og í stíl við aðra hluta heimilisins.
Það er auðvelt í annríki dagsins að baðherbergið verði að skipulögðu kaósi, en sérfræðingarnir segja að það eina sem þurfi til að koma í veg fyrir það sé gott skipulag.
„Baðherbergið er þar sem dagleg rútína þín byrjar og endar,“ útskýrir Marissa Hagmeyer, meðstofnandi og framkvæmdastjóri NEAT Method. „Þess vegna hefur það mikil áhrif á hvort dagurinn byrjar með einföldum og friðsælum hætti eða ringluðum og kaótískum. Skipulagt rými ætti að renna áreynslulaust inn í rútínuna þína með því að veita aukið aðgengi til að styðja við þarfir þínar.“
Lykilatriðið er að byrja á algjörri tiltekt.. „Skipulagt baðherbergi getur gefið morgninum þínum gott upphaf,“ segir Jamie Hord stofnandi Horderly. „Með því að taka til, hagræða því sem þú hefur og setja upp kerfi þar sem þú veist hvar allt er, geturðu komist hraðar út í daginn.“
Hagmeyer mælir með að taka til á baðherberginu á sex mánaða fresti, sem er dæmigerður líftími snyrtivöru og húðvöruen, tekur fram að það sé alltaf skynsamlegt að taka til þegar maður fær þá hugmynd að það sé kominn tími til. „Ef þér finnst rýmið orðið óreiðukennt, þá er það tíminn til að taka til,“ leggur hún til.
Fagmenn í skipulagningu segja að eftirtaldir fimm hlutir séu hlutir sem þú ættir að henda út strax.
Sérfræðingar segja útrunnin ilmvötn og snyrtivörurnar eiga mestan þátt í óreiðu á baðherberginu,
„Byrjaðu á að henda útrunnum lyfjum, förðunarvörum og húðvörum,“ segir Ryen Toft, skipulagssérfræðingur og eigandi Simply Luxe Organizing. Ef enginn gildistími er á umbúðunum eru margar leiðbeiningar til að fylgja á netinu. „Þetta er líka góður tími til að finna hluti sem þú hefur keypt nýlega en líkaði ekki við,“ leggur Hagmeyer til. „Þú hefur fullt leyfi til að losa þig við þær.“ Ef þú hefur ekki opnað þær og þær eru ekki útrunnar þá má selja þær eða gefa áfram.
![]()
Geymslurými fyrir handklæði og þvottapoka inni á baðherbergi eru oft lítil svo það er ekki góð nýting á rýminu að safna of miklu af handklæðum, sérstaklega þeim sem lykta illa, eru eru orðin slitin eða blettótt. Nýttu tækifærið og hentu líni, þar á meðal þvottapokum og handklæðum, sem eru orðin léleg. Þau gera ekki aðeins allt rýmið subbulegt, heldur virka þau heldur ekki eins vel.
„Slitin eða flekkótt handklæði taka við minni raka og festa frekar óhreinindi,“ segir Toft. Segir Torf að ný, samsvarandi handklæði geti auðveldað skipulag. „Samsvörun handklæða er ekki aðeins snyrtilegra þegar þau eru brotin saman, heldur eru þau oft auðveldari í geymslu vegna þess að þau eru í sömu stærð,“ bætir Hagmeyer við. „Hvað varðar gömlu handklæðin þín má nýta þau sem tuskur.“
![]()
Raki og bleyta fylgir baðherbergjum, eitthvað sem getur verið kjörið fyrir myglu og sveppasýkingu, til dæmis á baðmottum.
„Farið oft yfir hluti eins og sturtuhengi, baðmottur, baðsvampa og klósettbursta,“ ráðleggur Hord. „Þeir geta allir hýst bakteríur ef þeir eru ekki þrifnir eða skipt út oft.“
![]()
Óþarfa umbúðir og umbúðir sem eru skemmdar skapa óreiðu í snyrtiskápnum eða línskápnum. Í staðinn skaltu „íhuga að setja þessa hluti í skipulagseiningar eða poka til að fá skipulagðara útlit,“ ráðleggur Jenna Haefelin, fagleg skipuleggjandi og eigandi SPIFF. „Við kjósum bambusskúffuinnlegg fyrir skúffur og stigskipt málmskúffukerfi undir vaskinum til að hámarka lóðrétt rými. Þú getur líka bætt við körfu til að geyma háar flöskur eða stærri hluti.“
![]()
Við höfum öll komið heim með snyrtivöruprufur sem við notum svo aldrei. Alltaf gaman að sanka þeim að sér, sérstaklega þær eru fríar, en svo safnast þær bara upp heima ef ekki notaðar.
„Það er frekar algengt að geyma umfram ferðasnyrtivörur, en þær geta tekið mikið pláss og safnið þitt inniheldur líklega vörur sem þú elskar ekki einu sinni,“ segir Hagmeyer. „Reyndu að geyma aðeins þær sem þú getur með góðu móti notað næstu mánuði og losaðu þig við restina. Best er að gefa þær til einhvers sem getur notað þær og nota svo endurfyllanleg ferðaílát fyrir ferðalögin.“
![]()