fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Gleymdu 80 ára farþega á Eðlueyju – Var látin þegar hún fannst

Pressan
Miðvikudaginn 29. október 2025 21:30

Eðlueyja (e. Lizard Island)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttíu ára gömul kona, sem var farþegi á skemmtiferðaskipi, gleymdist á afskekktri eyðieyju út af strönd Ástralíu. Var konan hluti af hóp sem fór í skoðunarferð um Eðlueyju (e. Lizard Island) en varð hún viðskila við hópinn í ferðinni. Þegar konan loks fannst. sólarhring síðar, var hún látin. Áströlsk yfirvöld rannsaka nú hvað olli andláti konunnar og hver ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækisins er.

Eðlueyja er vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa en eyjan, sem er óbyggð, er í grennd við Kóralrifið mikla, út fyrir strönd Queensland í Ástralíu. Könnuðurinn James Cook gaf eyjunni heiti sitt árið 1770 þegar hann staldraði þar við og, eins og nafnið gefur til kynna, kom auga á allmargar eðlur.

Konan hafði keypt sér rándýra ferð með skemmtiferðarskipinu The Coral Adventurer en um var að ræða sextíu daga siglingu í kringum gjörvalla Ástralíu. Fyrsti viðkomustaðurinn var Eðlueyja og fór hópurinn í land síðastliðinn laugardag.

Eins og áður segir varð konan viðskila við hópinn og uppgötvaðist hvarf hennar aðeins þegar skipið var lagt af stað í átt frá eyjunni. Var lögreglu gert viðvart og skipinu snúið við en þegar konan loks fannst, um sólarhring síðar, var hún látin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi