fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Pressan
Laugardaginn 25. október 2025 20:00

Fræg mynd af Andrési prins með Giuffre og Ghislaine Maxwell

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævisaga baráttukonunnar og þolandans Virginiu Giuffre er nú komin út að henni látinni, en Virgina lést í apríl á þessu ári. Dánarorsök var sjálfsvíg, sem einhverjir draga í efa að hafi verið raunin.

Efni og afhjúpanir úr bókinni hefur þegar ratað á síður fjölmiðla og valdið miklu uppnámi, ekki síst fyrir Andrés bretaprins en viðbúið er að hann verði sviptur öllum virðingartitlum sínum, jafnvel prins-tigninni. Andrés hefur ávallt neitað því að hafa hitt Virginu Giuffre, hvað þá haft samfarir við hana, en hún segir að þau hafi stundað kynlíf þrisvar, þar af einu sinni í orgíu með öðrum unglingsstúlkum sem voru kynlífsþrælar auðkýfingsins og barnaníðingsins, Jeffrey Epstein.

Sjá einnig: Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Í grein á Newsweek sem birtist í vikunni er farið yfir það sem greinarhöfundur telur vera sjö stærstu afhjúpanirnar í bók Virginiu Giuffre.

1. Segir föður sinn hafa brotið gegn sér

Í bókinni eru óhugnanlegar lýsingar á meintum kynferðisbrotum föður Virginiu gegn henni. Hún skrifaði: „Sem barn upplifði ég allskonar ofbeldi: Blóðskömm, vanrækslu foreldra, harðar refsingar, misnotkun og nauðgun. Sem táningur hafði ég þegar verið gerð út af öðrum barnaníðingi áður en ég hitti Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.“

Hún lýsir síðan hræðilegri kynferðislegri misnotkun föður sín sem snerti hana milli fótanna er hann var að baða hana, með fingrum og síðar munni.

Sky Roberts, faðir Virginiu, segist aldrei hafa brotið gegn henni kynferðislega og þverneitar þessum ásökunum.

2. Óttaðist að hún myndi deyja sem kynlífsþræll

Í bókinni lýsir hún misnotkun Epstein og Maxwell gegn sér. Hún segist hafa upplifað alls konar ofbeldi af hendi forríkra vina þeirra sem hún var látin veita blíðu sínu. Hún segist stundum hafa verið barin til blóðs og tekin kyrkingartaki. Hún segist hafa óttast að hún myndi deyja sem kynlífsþræll.

3. Andrés gat upp á aldri hennar vegna dætra hans

Þegar Andrés var spurður hvað hann héldi að Virgina Giuffre væri gömul, en hann var þá 41 árs, þá gat hann rétt upp á aldri henna: 17 ára. Hann útskýrði fyrir henni að dætur hans væru aðeins yngri en hún og þess vegna væri hann svona nákvæmur með þetta.

4. Þagmælska fram yfir valdaafmæli drottningar

Giuffre stefndi Andrési bretaprins í einkamáli í New York snemma árs 2022, en hátíðarhöld í tilefni af 70 ára valdaafmæli afmæli Elísabetar II Englandsdrottningar fóru fram í júní það ár. Í dómsátt sem gerð var fékk Andrés því framgengt að þau myndu ekki tjá sig um samkomulagið í tæpt ár til að varpa ekki meiri skugga á valdaafmæli drottningar en orðið var.

5. Sjálfsvígstilraunir

Í bókinni lýsir Giuffre sjálfsvígstilraunum sínum á árinu 2022 en hún var þjökuð af martröðum sem hana dreymdi um misnotkunina á unglingsárum. Auk þess var hún miður sín vegna óhróðurins sem skrifaður var um hana á samfélagsmiðlum.

Reyndi hún að enda líf sitt með því að tæma glas af verkjalyfjum. Það tókst að bjarga henni en hún gerði aðra tilraun nokkrum dögums síðar. Þá kom sonur hennar að henni og bjargaði lífi hennar.

6. Hvers vegna hún var ekki látin bera vitni gegn Maxwell

Árið 2021 var réttað yfir lagskonu Jeffrey Epstein, Ghislaine Maxwell, vegna hlutdeildar hennar í glæpum hans, og árið 2022 var hún dæmd í 20 ára fangelsi.

Aðalsaksóknararnir í málinu tjáðu Giuffre að hún yrði ekki kölluð til vitnis við réttarhöldin af því að hún myndi valda of mikilli truflun. Í bókinni segir: „Ef ég bæri vitni myndi verjendurnir kalla fyrir alla mennina sem ég nafngreindi sem gerendur mína til að reyna að hrekja framburð minn, töldu saksóknararnir. Þeir óttuðust að úr yrði leikrit sem myndi skaða einbeitingu kviðdómsins og taka sviðsljósið af Maxwell.“

7. Segir að kærasta Andrésar hafi kallað sig hóru

Giuffre segir að kærasta Andrésar úr heimi fína fólksins hafi stutt Andrés eingdregið gegn henni í fjölmiðlastorminum sem gekk yfir árið 2022 og kallað hana hóru í færslu á Instagram. Hún hafi gefið baráttu hennar stimpilinn „gettó-tækifæri“, sem sagt að rugluð manneskja úr fátækrahverfi væri að nýta tækifæri til að græða peninga. Konan ber nafnið Lady Victoria Hervey og kallaði hún Giuffrey orðrétt „a complete whore.“

Giufffre segir þessi ummælli sýna að málið hafi ekki snúist bara um kynferðislega misnotkun heldur líka um stéttaskiptingu.

Sjá nánar á vef Newsweek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum