
Maður að nafni Ricky Stubberfield, sem rak tannhvíttunarstofu í Plymouth á Englandi, hefur verið dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir 23 kynferðisbrot framin á 11 ára tímabili, frá 2013 til 2024.
Fyrir dómi var greint frá því að Stubberfied, sem er 31 árs gamall í dag, hafi lokkað konur sem hann komst í kynni við í gegnum Instagram inn á stofuna með loforði um gjaldfrjálsa tannhvíttun.
Inni á stofunni réðst hann hins vegar á sumar konurnar og braut gegn þeim, en þær voru á aldrinum 16 til 27 ára. Hann framdi líka kynferðisbrot utan tannhvíttunarstofunnar.
Ein af þolendum hans, stúlka á táningsaldri, tilkynnti tvær árásir mannsins á sig til lögreglu í febrúar árið 2022. Segir hún Stubberfield hafa brotið margsinnis gegn sér og einu sinni hafi brotið verið fangað á FaceTime af vini hennar.
Hann braut gegn fjórum konum á stofunni á meðan þær voru í tannhvíttunarmeðferð, þar af voru þrjár sem hann hafði haft samband við í gengum Instagram.
Dómari er kvað upp dóminn yfir Stubberfield sagði hann hafa ráðist gegn konum á breiðu aldursbili yfir langt tímabil. „Alvarlegust eru nauðgunarbrotin. Afplánað verður fyrir öll önnur brot í einu,“ sagði dómarinn og ennfremur þetta, er hann ávarpaði Stubberfield:
„Þessi brot voru skelfileg. Ég tek með í reikninginn hvað þú varst blátt áfram þegar þú framdir brotin og þegar þú varðir þau fyrir dómi. Það var næstum eins og þér væri ómögulegt að skilja að konur vildu ekki stunda kynlíf með sér. Það er partur af því sem þú ert og er mjög ógnvekjandi.“
Sagði dómarinn að almannahættu stafaði af sakborningnum og dæmdi hann í 26 ára fangelsi.
Sjá nánar hér.