fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Pressan
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 22:00

Allt er betra á morgnana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef miða má við það sem kemur fram í lagafrumvarpi Bradford Blackmon, þingmanns Demókrata á ríkisþinginu í Mississippi, þá hefst frjóvgunarferlið um leið og karlmanni rís hold.

Frumvarpið hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum og finnst mörgum það ansi skondið.

NBC News segir að ólíklegt megi teljast að frumvarpið verði samþykkt en ef svo fer nú eftir allt saman, þá verður körlum bannað með lögum að stunda sjálfsfróun.

Ástæðan er að í frumvarpinu segir að það verði ólöglegt fyrir „manneskju að losa sig við erfðaefni nema ætlunin sé að frjóvga fósturvísa“.

Tvær undanþágur eru þó gerðar á þessu í frumvarpinu.

Önnur er að þá má stunda sjálfsfróun ef markmiðið er að gefa sæðið í sæðisbanka. Það verður einnig heimilt að hafa sáðlát, þegar ekki á að búa til barn, ef getnaðarvörn er notuð. Ekkert kemur fram um hvort sjálfsfróun verði einnig undanþegin banninu.

Blackmon segir að líta eigi á frumvarpið sem svar við frumvarpi, sem var lagt fram á síðasta ári, sem beinist að aðgengi kvenna að þungunarrofi og getnaðarvörnum.

„Um allt land, sérstaklega hér í Mississippi, beinast langflest lagafrumvörp varðandi getnaðarvarnir og þungunarrof að konum, á sama tíma eru karlmenn helmingurinn af dæminu. Þetta frumvarp dregur þá staðreynd fram og dregur hlutverk karlmannsins inn í samtalið. Fólk getur reiðst og kallað þetta „fáránlegt“ en það skiptir mig engu,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu