Vasinn er kínverskur og frá tímum Qing ættarinnar á miðri sautjándu öld. Hann er úr postulíni.
Eftir þetta verðmat endaði vasinn uppi á háalofti þar sem hann safnaði ryki þar til hjónin létust og erfingjar þeirra rákust á hann. Þeir fóru með hann til Bainbridges uppboðshússins þar sem sérfræðingar sáu öllu meiri verðmæti í honum.
Þeir mátu hann á sem svarar til 170 milljóna íslenskra króna.
En þegar uppboðið fór fram, upphófst mikill slagur um vasann og endaði hæsta boðið í 53 milljónum punda, sem svarar til um 9 milljarða króna. Kaupandinn nýtur nafnleyndar.