fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
Pressan

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Pressan
Mánudaginn 20. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manneskjur þurfa svefn eins og þær þurfa fæðu, klæði og húsnæði. Það er þó ekki alltaf hlaupið að því að sofna. Svefninn kemur ekki bara því við viljum sofna. Það getur tekið allt að hálftíma að festa svefn og fyrir fólk sem þráir fátt meira en fleiri stundir í sólarhringinn getur hálftími bara verið alltof langur tími.

Eitt ráð gæti þó hjálpað fólki að sofna hraðar og það er leikandi létt að fara eftir því. Með því að skrifa niður verkefni komandi dags er mögulega hægt að friðþægja heilann svo hann treysti sér til að hleypa líkamanum í hvíld.

„Þegar ég fór að skrifa verkefnalista á hverju kvöldi datt mér ekki í hug að það myndi hjálpa mér með svefninn. Ég vildi bara finna betri leið til að fylgjast með forgangsröðun minni frá degi til dags,“ skrifaði Adam Benjamin, ritstjóri hjá CNET, í vikunni sem leið.

„Svo á hverju kvöldi, áður en ég fór í háttinn, skrifaði ég niður þrjú verkefni sem ég ætlaði að klára daginn eftir. Ég skráði líka niður eitt jákvætt sem gerðist yfir daginn, sama hversu lítilvægt það var.“

New York Post rekur að þetta sé engin vitleysa í ritstjóranum. Árið 2017 var gerð rannsókn sem sýndi að þátttakendur sem skrifuðu niður verkefni morgundagsins fyrir háttatíma áttu auðveldara með að sofna. Það tók þá að meðaltali níu mínútur í staðinn fyrir hálftíma. Rannsakendur töldu að þetta megi líklega rekja til þess að með því að skrifa verkefni morgundagsins niður með skipulegum hætti þá minnki áhyggjur sem þar af leiðandi geri fólki kleift að sofna.

Þetta er kallað á ensku cognitive offloading, eða hugræn afhleðsla. Þessi afhleðsla gerir fólki auðveldara að ljúka verkefnum og bæta frammistöðu. Dæmi um þetta er að skrifa niður innkaupalista, að setja áminningu á símann um verkefni og fundi og annað slíkt.

Önnur rannsókn fór fram í Þýskalandi árið 2014. Þátttakendur voru starfsmenn í upplýsingatækni. Þeir þátttakendur sem höfðu ekki lokið verkefnum sínum fyrir helgina áttu erfiðara með svefn því þeir eyddu svo miklum tíma í að hugsa um ókláruðu verkefnin.

CNN ræddi nýlega við sérfræðinga í svefni sem mæla með því að fólk bóki tíma fyrir áhyggjur og haldi áhyggjunum frá svefnherberginu. Þar með verður svefnherbergið að griðastað. Áhyggjutíminn getur svo verið nýttur í að skrifa verkefnalista. Svo þegar fólk er komið í bólið þá getur það sofnað laust við áhyggjur, enda liggur listinn góði þá fyrir og getur beðið til morguns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smábærinn sem Pútín gæti notað sem afsökun til að ráðast á NATO

Smábærinn sem Pútín gæti notað sem afsökun til að ráðast á NATO
Pressan
Í gær

Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum

Auðkýfingar 4000 sinnum líklegri til að gegna pólitískum valdastöðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var rekinn frá Gucci fyrir að vera „of feitur“

Var rekinn frá Gucci fyrir að vera „of feitur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu furðulegt bréf Trumps: Fékk ekki Nóbelsverðlaun og ekki lengur skuldbundinn til að hugsa bara um frið

Sjáðu furðulegt bréf Trumps: Fékk ekki Nóbelsverðlaun og ekki lengur skuldbundinn til að hugsa bara um frið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Æðaskurðlæknir grunaður um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og manni hennar

Æðaskurðlæknir grunaður um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og manni hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingsmömmurnar tóku bræður í fóstur og létu þá fylgja ströngum og undarlegum reglum – Nú er eldri bróðirinn látinn

Hryllingsmömmurnar tóku bræður í fóstur og létu þá fylgja ströngum og undarlegum reglum – Nú er eldri bróðirinn látinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tvær fjölskyldur í sárum eftir ótrúlegan harmleik – Svikasímtal gerði mann á níræðisaldri að morðingja

Tvær fjölskyldur í sárum eftir ótrúlegan harmleik – Svikasímtal gerði mann á níræðisaldri að morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kanada hallar sér að Kína eftir tollagleði Bandaríkjanna – Lækka tolla og styrkja tengslin

Kanada hallar sér að Kína eftir tollagleði Bandaríkjanna – Lækka tolla og styrkja tengslin