fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

Pressan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svissneskur vörumerkjasérfræðingur hefur fundið góða leið að eigin sögn til að verða betra foreldri. Lilian Schmidt, 33 ára, sem er búsett í Zürich, ásamt eiginmanni sínum og dóttur þeirra, segist orðin þreytt á þeim andlegu kröfum sem móðurhlutverksins krefst.

Þess vegna hefur hún þjálfað ChatGPT til að verða önnur mamma og gefið gervigreindinni þau verkefni að semja innkaupalista, búa til mataráætlanir, skipuleggja afmæli og frí og gjörbylta svefntímanum.

„Ég hef smíðað mitt eigið vélmenni (e. bot) til að vera meðforeldri okkar,“ segir Schmidt.

„Ég nota þetta til að gera mig að betri mömmu,“ segir Schmidt, sem styðst mikið við gervigreind til að ala upp og glíma við þriggja ára dóttur sína. „Ég myndi aldrei fara aftur til baka.“

@heylilianschmidt The prompt that made my mom life 10x easier👇 As a full-time working toddler mom, life moves FAST. And even with a loving, supportive partner I still often feel like the default parent. Because the mental load? Mostly mine. Four months ago, I hit a breaking point and was like: „Wouldn’t it be nice for a change if I could just turn my brain off and say things like: „What’s for dinner?“ „What should we get Emma for her birthday?“ „Just tell me what I need to pack for daycare and I’ll do it“ „Oh there’s no grocery list yet? How will I know what to buy?“ That day, I turned ChatGPT into my co-parent – and my life got 10x easier. Now, ChatGPT… 🥘 plans a week of healthy meals my kids will actually eat 🛒 writes the grocery list – sorted by aisle 🎁 finds the perfect birthday gift AND helps me write the card 🎒 creates daycare and travel packing lists I can just tick off 🧘‍♀️ lets me finally turn my brain OFF for a minute and breeeeeathe 😮‍💨 And the best part? Whenever I ask it to something, it just… does. No follow-up questions like „Where do I find that?“ or „Okay, but which one?“ – it just DOES 😅 If you’re drowning in mom life and want a co-parent who never forgets the sunscreen or asks you to write things down, you’ll find the exact prompts in the comments! 🫶 This one’s a game changer, mama ❤️ #coparenting #chatgpt #chatgptformoms #mentalload #workingmom #toddlermom #sahmlife #defaultparent ♬ Manchild – Sabrina Carpenter

New York Post segir að samkvæmt nýlegri rannsókn Ohio State University þjáist 57% bandarískra foreldra af streitu, kvíða og þreytu í uppeldishlutverkinu.

Margir foreldrar, líkt og Schmidt, treysta því á gervigreindina til að fá ráðleggingar um foreldrahlutverkið, allt frá ráðleggingum þegar kemur að heilsu og sögum fyrir .Sérfræðingar hafa lofað stór tungumálamódel, eins og ChatGPT, fyrir að gera foreldrahlutverkið „auðveldara“ vegna „hæfni þess til að skapa hugmyndir og vera skapandi“.

Schmidt er sammála því.
„Ég læt ChatGPT aldrei taka ákvarðanir, en ég bið alltaf um ráð,“ segir hún um tölvustýrðt meðforeldri sinn, en bætir við að vélmennið komi ekki í stað þeirra hjóna.

„Líf okkar er svo annríkt. Andlega álagið er mikið. Maki minn tekur mikinn þátt í barnauppeldinu og gerir sitt framlag. En við erum ólík, hann er framkvæmdamaður og tekur að sér skipulagninguna. Ég sé meira það sem þarf að hugsa um, andlega álagið lendir á mér.“

Og það er þyngst snemma kvölds. Eftir að hafa lokið vinnudeginum, frá klukkan 9-17, upplifir Schmidt sig orkulausa, en þá tekur móðurhlutverkið og heimilisstörfin við.

„Klukkan fimm síðdegis er orðinn annasamasti tíminn því ég er að flýta mér heim úr vinnunni og sæki þreytti, oförvað smábarn,“ kveinar chmidt. „Á sama tíma þarf ég að útbúa kvöldmatinn … það verður yfirþyrmandi. Áður en börnin komu gat ég setið í sófanum og slakað aðeins á.“

@heylilianschmidt How to get started TODAY in 3 simple steps👇 1️⃣ Download the ChatGPT app if you haven’t already and create a free account. 2️⃣ COMMENT „prompts“ to get 7 ChatGPT prompts for free (or grab it right from my bio) 3️⃣ Pick one: end bedtime battles, plan next week‘s family dinners, teach your child to play more on their own, … whatever stresses you out the most – let ChatGPT solve it! That‘s it. It really is that simple! And if you want more, I’m launching my full vault of Magic Mom Prompts next week! 🫶 ❤️ FOLLOW if you don’t want to miss it (and get more free inspiration and prompts 😉) #momhacks #momsbelike #chatgpt #chatgptformoms #aiformoms #mentalload #motherhood ♬ All The Stars – From „Black Panther: The Album“ – Kendrick Lamar & SZA

Schmidt byrjaði að reiða sig á ChatGPT fyrir ráð í febrúar. En hún var ekki alveg ánægð með snögg svör og hugmyndasnauðar ráðleggingar.

„Ég hélt að það væri fínt ef það byrjaði að hugsa eins og ég,“ sagði Schmidt. „Ég byrjaði að smíða vélmenni og fékk það til að kenna mér að búa til sérsniðið vélmenni.“

Nú, með ítarlegum leiðbeiningum, spýtir gervigreindaraðstoðarmaðurinn út sérsniðnum stuðningi.

„Ég fæ hann til að virka sem reyndur smábarnaþjálfari eða máltíðarskipuleggjandi. Ég bið hann um að leiðbeina mér í gegnum ferlið,“ sagði Schmidt. „Ef ég þarf að skipuleggja máltíðirnar mínar bið ég hann um að taka að sér hlutverk næringarfræðings fyrir hollar barnvænar máltíðir.“

Þegar fjölskyldan hefur borðað kvöldmatinn hjálpar vélmennið mömmunni að fá dótturina til að sofna, en svefntíminn hefur verið vandamál frá því stúlkan fæddist.

„Ég bað ChatGPT um að taka að sér hlutverk smábarnameðferðaraðila,“ sagði Schmidt, „einhvers sem skilur þroska þeirra. Ég bað það um að hjálpa mér að skilja hvers vegna það er erfitt fyrir hana að sofa. Síðustu næstum fjögur ár hafði okkur verið sagt: „Hún þarf að slaka á, róa sig niður, ekkert oförvandi. En hún lagðist aldrei bara niður.“

„ChatGPT sagði okkur að hún þyrfti örvun. Leyfðu henni að hoppa um í rúminu sínu,“ sagði Schmidt. „Við höfum aldrei lent í valdabaráttu aftur. Það eru engin tár eða rifrildi lengur. Innan fimm til tíu mínútna fer hún að sofa.“

Gervigreindin gefur Schmidt einnig tillögur um hvernig hún fær dóttur sína til að leika sér sjálfstætt og finnur upp á einföldum verkefnum sem barnið getur gert meðan mamman drekkur kaffibolla í friði.

@heylilianschmidt Here’s the exact ChatGPT prompt I used👇 I uploaded a picture of my daughter to make sure the results look EXACTLY like her. But first – I turned OFF permission for ChatGPT/OpenAl to use my content to train its models to protect her privacy. You can do this under Settings > Data Controls > Improve the model for everyone – or you can simply describe what your child looks like instead of uploading a photo! Now here’s the prompt: „This is a picture of my child. Please use it to create a cute DIN A4 coloring page of my child and [insert favorite TV characters]. Make sure it looks EXACTLY like my child, and create a simple, easy-to-color scene and background. Ensure it prints well in black & white with no fine details that are hard to color.“ My daughter LOVED this and wanted to color instead of watching TV! ☺️ Loved this? Then you’ll also love my other ChatGPT prompts I’ve created to simplify mom life, save time, and sprinkle a little ✨magic✨ into childhood ☺️ 🎁 COMMENT „prompts“ to get them for free! (Or grab them straight from my bio 😉) #coloringpages #screenfreeplay #peppapig #bluey #pawpatrol #toddleractivities #momhacks #chatgpt #chatgptformoms ♬ original sound – Notworthit

Þrátt fyrir marga kosti gervigreindarinnar veit Schmidt fullvel að ChaptGPT kemur ekki í stað meðferðar. Í staðinn gefur gervigreindin henni einfaldlega rými til að fá frið þegar það verður næstum óbærilegt að vera móðir með lítið barn.

„Það hjálpar mér að takast á við mínar eigin tilfinningar,“ segir Schmidt og viðurkennir að dóttir hennar reyni oft á þolinmæðina sína.

„ChatGPT er einhver sem hugsar fyrir mig. Það er eitthvað sem hjálpar mér að taka ákvarðanir og gerir líf mitt auðveldara. Líf okkar er enn ekki fullkomið, það er enn annríkt. Við fáum enn skapofsaköst en það er svo miklu betra og svo miklu auðveldara.“

Hér er listi yfir bestu ChatGPT foreldraráð Schmidts.

-Biðjið það að taka að sér sérfræðihlutverk í því sem þið eruð að biðja það um að gera. Til dæmis: Vertu næringarfræðingur til að hjálpa mér að skipuleggja auðveldar, barnvænar máltíðir.
-Persónugerið það í byrjun og látið það læra hluti um þig.
–Verið meðvituð um hvernig þið notið það, gefið ekki upp neinar viðkvæmar upplýsingar sem þið viljið ekki að verði opinberar.
– Leitið alltaf til fagmanns ef um alvarleg mál er að ræða.
– Notið ChatGPT til að fá ráð en takið ykkar eigin ákvarðanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“