fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Pressan
Sunnudaginn 6. júlí 2025 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er hægt að lifa lengi og við góða heilsu án þess að hafa verið svo heppinn að fá sérstök gen að gjöf? Eric Topol, heimsþekktur bandarískur hjartalæknir og vísindamaður, segir að svo sé.

Hann hefur unnið að umfangsmiklum rannsóknum á „ofur-öldungum“, það er fólk yfir áttræðu sem sleppur við króníska sjúkdóma á borð við krabbamein, hjartasjúkdóma og elliglöp. Þessar rannsóknir hans hafa leitt í ljós að þetta fólk er ekki með nein sérstök „ofurgen“.

Topol hefur því beint sjónum sínum að öðrum þætti – lífsstíl.

„Ef ég get lifað 10-15 árum lengur laus við aldurstengda sjúkdóma, þá væri það frábært,“ sagði hann í samtali við CNN.

Hann er auðvitað ekki einn um þessa ósk því margir vilja gjarna lifa lengur lausir við sjúkdóma.

Topol hefur gert róttækar breytingar á eiginn lífsstíl. Svefn er nú forgangsatriði hjá honum. Hann borðar snemma, fer alltaf í rúmið á sama tíma og drekkur mikið (ekki áfengi). Hann forðast að stunda líkamsþjálfun á kvöldin því hann segir að góður svefn veiti bæði hjartanu og minninu góða vernd.

Hreyfing er auðvitað mikilvægur hluti af því að eldast á góðan hátt. Topol stundaði áður bara úthaldsþjálfun en núna hefur hann bætt styrktar- og jafnvægisæfingum við. Hann segir að honum hafi aldrei fundist hann vera í betra formi en hann er 71 árs.

Ráð hans til fólks er einfalt: „Ef þú gerir ekkert og situr bara kyrr, byrjaðu þá að fara í göngutúra, helst röskleg ganga, og bættu jafnt og þétt við,“ sagði hann.

Mataræðið skiptir einnig máli og segist Topol ekki hafa borðað rautt kjöt í rúmlega 40 ár. Hann borðar fisk, belgjurtir og stóran skammt af salati á hverju kvöldi. Hann forðast ofurunnin matvæli en vill ekki nota öfgafulla kúra. Hann nálgast þetta með jafnvægi í huga og lætur mat úr jurtaríkinu vera uppistöðuna í fæðunni og gætir þess að fá nóg prótín miðað við aldur og þyngd.

Hann er efasemdarmaður varðandi fæðubótarefni og sagði: „Ef þú ert heilbrigður, þá eru fæðubótarefni peningasóun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf