Þetta pirrandi suð þegar flugurnar fljúga í kringum fæturna, eyrun og eiginlega allt þar á milli. Það virðist ekki skipta máli þótt þú hafi úðað hálfum lítra af allskonar fælingarúðum yfir þig. Þú vaknar næsta morgun með bit og blóð undir nöglunum.
En það er til einfalt og hræódýrt ráð til að halda mýflugunum fjarri.
Það er að nota basilíkum!
Mýflugur hata lyktina af basilíkum. Þessa góðu lykt sem við tengjum mörg við pítsu og pestó. En mýflugurnar telja hana vera einhverskonar lyktaraðvörun. Þær forðast lyktarsvæðið og þú getur notið dvalarinnar á pallinum eða svölunum í friði og ró.
Það eru margar aðferðir til að nota basilíkum til að halda mýinu fjarri:
Beina aðferðin – Tíndu nokkur fersk blöð og nuddaðu þeim á milli handanna til að losa um olíurnar. Nuddaðu síðan úlnliðina, ökklana og hálsinn. Þetta eru þeir staði sem mýflugur elska.
Búðu til þína eigin mýflugnafælu – Fylltu litla skál með vatni, settu góðan slatta af ferskum basilíkumblöðum í hana og láttu þau liggja í. Settu skálina síðan á borðið, sem þið sitjið við. Það er síðan ekki úr vegi að útbúa nokkrar svona fælur og dreifa um pallinn.
Plantaðu basilíkum – Það lítur bara vel út að vera með basilíkum í pottum og ekki skemmir fyrir að það heldur mýinu fjarri. Það er síðan bara bónus að þú átt líka krydd fyrir matseldina.
Ef þú átt ekki ferska basilíkum, þá er líka hægt að nota þurrkað basilíkum, sem þú átt örugglega í kryddhillunni þinni. Settu smávegis af því í skál með vatni eða dreifðu yfir glæðurnar í grillinu svo að reykurinn beri lyktina með sér.