Einnig eru ákveðnar vísbendingar um að „hinn látni“ geti jafnvel heyrt lækna lýsa hann látinn ef læknar eru til staðar þegar andlátið ber að höndum, til dæmis á aðgerðarstofu sjúkrahúss.
Það má auðvitað velta fyrir sér hvort þetta hafi einhver áhrif á mörg þeirra trúarbragða sem eru við lýði í heiminum. Í þeim flestum er gengið út frá því að sálin flytjist úr líkamanum á dánarstundinni. En miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þá er viðkomandi bæði lifandi og dáinn á sömu stundu.
LiveScience hefur eftir Sam Parnia, forstöðumanni hjá NYU Langone School of Medicine í New York, að á fyrstu stigum andlátsins geti fólk hugsanlega upplifað einhverskonar meðvitund.
Parnia og samstarfsfólk hans eru að rannsaka hvernig meðvitund fólks er þegar það andast í tveimur aðskildum rannsóknum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Hann sagði að fólk, sem hafi fengið hjartastopp og verið endurlífgað, hafi yfirleitt getað lýst nákvæmlega hvað gerðist í kringum það. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar bæti í rauninni við þá vitneskju.