fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Pressan
Sunnudaginn 6. júlí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú deyrð þá veistu að þú ert dáinn ef miða má við niðurstöður rannsóknar. Þegar hjartað hættir að slá lokast fljótt fyrir blóðflæði til heilans og mætti því ætla að þessi stund væri dánarstundin. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá eru hugur og meðvitund hins látna enn að störfum og eru í smá stund eftir að hjartað hættir að slá. Þetta þýðir að „hinn látni“ veit að hann er dáinn.

Einnig eru ákveðnar vísbendingar um að „hinn látni“ geti jafnvel heyrt lækna lýsa hann látinn ef læknar eru til staðar þegar andlátið ber að höndum, til dæmis á aðgerðarstofu sjúkrahúss.

Það má auðvitað velta fyrir sér hvort þetta hafi einhver áhrif á mörg þeirra trúarbragða sem eru við lýði í heiminum. Í þeim flestum er gengið út frá því að sálin flytjist úr líkamanum á dánarstundinni. En miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þá er viðkomandi bæði lifandi og dáinn á sömu stundu.

LiveScience hefur eftir Sam Parnia, forstöðumanni hjá NYU Langone School of Medicine í New York, að á fyrstu stigum andlátsins geti fólk hugsanlega upplifað einhverskonar meðvitund.

Parnia og samstarfsfólk hans eru að rannsaka hvernig meðvitund fólks er þegar það andast í tveimur aðskildum rannsóknum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hann sagði að fólk, sem hafi fengið hjartastopp og verið endurlífgað, hafi yfirleitt getað lýst nákvæmlega hvað gerðist í kringum það. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar bæti í rauninni við þá vitneskju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf