fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Pressan
Sunnudaginn 6. júlí 2025 19:30

Golden retriverinn Elsa sefur vært. Mynd:SJA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir segja hunda vera bestu vini mannsins. Þeir geta verið svo blíðir og góðir og gott að hafa þá nærri sér en þeir geta líka stundum hegðað sér ansi undarlega.

Ef þú hefur séð hund liggja á bakinu með fæturna upp í loftið, þá hefur þú líklega hugsað með þér: „Er hann gengin af göflunum?“

En þegar hundar liggja á bakinu, þá snýst það ekki eingöngu um notalegheit, þeir eru að senda skýr skilaboð um svolítið mikilvægt að sögn iefimerida.

Það hvernig hundur liggur, endurspeglar oft hvernig honum líður. Þegar hann liggur á bakinu, þá er hann að senda þau skilaboð að hann treysti þér algjörlega og sé þér algjörlega trúr og tryggur félagi.

Maginn er viðkvæmasti líkamshluti hunds og þegar hann hefur hann svona berskjaldaðan, þá er hann að sýna þér að það ríki ró og friður og algjört traust. Þess utan getur þetta hjálpað hundinum við að kæla sig. Ef hundurinn liggur svona á mjög heitum degi, þá er það ekki af leti, heldur vegna þess að hann er að kæla sig.

Vísindamenn hafa rannsakað svefnstellingar hunda og komist að þeirri niðurstöðu að þeir eiga sé ekki neina sérstaka uppáhaldssvefnstellingu. Þeir breyta einfaldlega um stellingu til að finna þá þægilegustu og öruggustu.

Sefur á hliðinni – Þetta sýnir að hundurinn er algjörlega afslappaður og hefur það þægilegt. Vöðvarnir geta slakað alveg á eftir leik eða langan göngutúr. Þessi stelling er algeng hjá hundum sem sofa þungt.

Samankipraður – Þetta er náttúruleg stelling til að viðhalda líkamshitanum og vernda mikilvæg líffæri. Hundar sofa oft í þessari stellingu þegar þeir eru í nýju eða köldu umhverfi.

Hausinn hvílir á framfótunum – Þetta er þekkt sem „ljónsstellingin“ og þýðir að hundurinn er að tryggja sér hvíld en er um leið tilbúinn til að bregðast við og vakna hratt ef eitthvað fangar athygli hans.

Undir teppi – Ef hundurinn skríður undir teppi þá er hann að leita sér að hita og tilfinningalegu öryggi. Þetta skapar hellatilfinningu hjá hundinum og ekki er óalgengt að þeir leiti undir teppi þegar mikill hávaði er, til dæmis þegar flugeldum er skotið á loft eða þegar þrumuveður gengur yfir.

Með hausinn hátt – Hundurinn hvílir hausinn á kodda, hillu eða rúmkanti til að auðvelda sér öndunina. Þetta gera stutthærðar og flatnefja hundategundir oft til að auðvelda loftflæðið til lungnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf