fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Pressan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 07:30

Markúsartorgið í Feneyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn langa byrjuðu borgaryfirvöld í Feneyjum að krefja ferðamenn um aðgangseyri að borginni ef þeir koma í dagsheimsókn. Þetta var gert í fyrsta sinn á síðasta ári og eins og þá, þá kostar það fimm evrur fyrir hvern ferðamann að heimsækja borgina.

Það er hægt að greiða aðganginn á vefsíðu borgaryfirvalda en sú breyting hefur verið gerð frá síðasta ári, að ef aðgangurinn er keyptur innan við þremur dögum fyrir komuna, þá hækkar gjaldið í 10 evrur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaryfirvöldum sem segja skattinum vera ætlað að hafa stjórn á flæði ferðamanna til borgarinnar. Þeim, sem ekki geta framvísað staðfestingu á að þeir eigi gistingu pantaða í borginni, er gert að borga þetta gjald.

Þeir sem gista í borginni eru undanþegnir skattinum og það sama á við íbúa í Veneto héraði, sem Feneyjar eru í, nemendur í háskóla borgarinnar og þeir sem eru að heimsækja ættingja sem búa í borginni.

Ef ferðamaður á gistingu bókaða í borginni, þá verður hann samt sem áður að skrá komu sína.

Sú breyting er einnig gerð frá síðasta ári að tímabilið, þar sem greiða þarf fyrir að heimsækja borgina, er lengra. Það nær nú yfir 54 daga, aðallega helgar, á tímabilinu frá 18. apríl til 27. júlí. Þetta eru næstum því tvöfalt fleiri dagar en á síðasta ári.

Þegar gjaldið hefur verið greitt, til dæmis í gegnum farsíma, fær fólk QR-kóða sem þarf síðan að sýna eftirlitsfólki sem verður á ferð í borginni.

Ef fólk lætur hjá líða að kaupa miða, á það á hættu að fá sekt sem getur verið á bilinu sem nemur 7.400 krónum til 46.000 króna og auk þess þarf þá að greiða aðgangseyrinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi

Óseðjandi fíkn hans í viðurstyggilegt klám endaði með ólýsanlegum hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu

Hrollvekjandi mál aftur í brennidepli: Fjölskyldurnar sitja eftir með óbærilega spurningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna