fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Sara var 14 ára þegar hún gerði skelfileg mistök

Pressan
Mánudaginn 9. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona að ekkert barn geri sömu mistök og ég gerði þetta kvöld,“ segir ung kona, sem kölluð er Sara, í viðtali við sænska fjölmiðilinn SVT. Í viðtalinu ræðir Sara í fyrsta sinn um afdrifaríka ákvörðun sem hún og vinkona hennar tóku kvöld eitt í október 2018.

Þær brutust inn í Gottsundaskólann í Uppsölum og kveiktu þar eld. Afleiðingarnar voru skelfilegar því skólinn brann til kaldra kola og var tjónið metið á mörg hundruð milljónir króna.

Í viðtalinu lýsir Sara því að í stað þess að fara heim þetta örlagaríka kvöld hafi þær tekið síðasta strætóinn til Gottsunda þar sem fóru inn í skólann í gegnum glugga.

Kalt var í veðri þetta kvöld og segir Sara að vinkonurnar hafi tekið þá skelfilegu ákvörðun að kveikja eld í skólanum til að hlýja sér. Eldurinn var fljótur að breiðast út og fyrr en varði varð skólinn alelda og fékk slökkvilið ekki við neitt ráðið.

Sara er orðin tvítug í dag og það er útlit fyrir að málið muni elta hana um ókomna tíð. Fyrir nokkrum mánuðum fékk hún bréf í pósti þar sem hún og vinkona hennar, sem einnig er tvítug, voru krafðar um 75 milljónir sænskra króna, 970 milljónir króna, vegna eldsvoðans 2018.

Um er að ræða endurkröfu frá tryggingafélagi skólans vegna eldsvoðans. Gerir félagið einnig kröfu um að stúlkurnar verði látnar greiða vexti og hækkar upphæðin um sem nemur 330 þúsund krónum á dag.

„Þetta eru miklir peningar en maður þarf að taka ábyrgð á því sem maður gerir,“ segir Sara í viðtalinu við SVT. Eðli málsins samkvæmt er Sara ekki borgunarmanneskja fyrir þessari upphæð og mun málið því koma til kasta dómstóla í haust að því er segir í umfjöllun SVT.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar