fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Pressan
Mánudaginn 9. september 2024 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Ástralíu hefur dæmt karlmann til að greiða sem nemur tæplega 800 þúsund krónum í skaðabætur vegna dólgslegrar hegðunar um borð í flugvél sem var á leið frá Perth til Sydney í fyrra.

Hegðun mannsins varð til þess að flugstjóri vélarinnar taldi nauðsynlegt að snúa vélinni við skömmu eftir að hún fór í loftið, en til að gera það þurfti hann að losa eldsneyti úr vélinni þar sem hún var of þung. Var manninum gert að greiða flugfélaginu eldsneytiskostnaðinn, eða samtals tæplega 800 þúsund krónur. Þar að auki var hann sektaður um tæplega 900 þúsund krónur.

Maðurinn játaði sök sína þegar hann kom fyrir dóm í Perth á föstudag og féll dómurinn sama dag.

Shona Davis, yfirmaður hjá áströlsku alríkislögreglunni, segir við fjölmiðla að þetta mál ætti að verða öðrum víti til varnaðar – það geti haft afdrifaríkar afleiðingar að hegða sér illa um borð í flugvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar