Hegðun mannsins varð til þess að flugstjóri vélarinnar taldi nauðsynlegt að snúa vélinni við skömmu eftir að hún fór í loftið, en til að gera það þurfti hann að losa eldsneyti úr vélinni þar sem hún var of þung. Var manninum gert að greiða flugfélaginu eldsneytiskostnaðinn, eða samtals tæplega 800 þúsund krónur. Þar að auki var hann sektaður um tæplega 900 þúsund krónur.
Maðurinn játaði sök sína þegar hann kom fyrir dóm í Perth á föstudag og féll dómurinn sama dag.
Shona Davis, yfirmaður hjá áströlsku alríkislögreglunni, segir við fjölmiðla að þetta mál ætti að verða öðrum víti til varnaðar – það geti haft afdrifaríkar afleiðingar að hegða sér illa um borð í flugvél.