fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Læknar gefa góð ráð um hvernig er hægt að forðast fitusöfnun á maganum

Pressan
Sunnudaginn 8. september 2024 17:30

Kviðfita getur verið hættuleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust eru margir sem vilja losna við eitt eða tvö, eða jafnvel fleiri, kíló og þá kannski sérstaklega af maganum. Magafitan er ekki bara leiðinleg, af því að það er svo leiðinlegt að sjá hana, hún getur líka verið mjög hættuleg og stytt lífið.

Magafita hefur verið tengd við auknar líkur á ýmsum lífsstílssjúkdómum eins og sykursýki II og blóðtöppum.

Harvey B. Simon, læknir, sagði í samtali við EatThis, NotThat að óháð öllu þá auki magafita líkurnar á hjartaáfalli, blóðtappa, sykursýki, getuleysi og öðrum óþægindum. Hættustigi sé náð þegar mittið er orðið meira en 101 cm á körlum og 89 cm hjá konum.

En sem betur fer luma læknar á góðum ráðum um hvernig er hægt að losna við og forðast magafitu.

Fyrsta ráðið er einfaldlega að hætta að borða „ruslfæði“. Raza Kazlauskaite, læknir, segir að mataræði án mikillar mettaðrar fitu sé leiðin að heilbrigðara hjarta og heilbrigðari heila. Hún bendir sérstaklega á jógúrt sem matvöru sem er mjög gott að borða ef maður vill minnka fituna á maganum eða bara léttast. Jógúrt mettar mjög vel og inniheldur oft ekki mjög margar hitaeiningar.

Hreyfing skiptir einnig máli og kemur væntanlega ekki mörgum á óvart. David Creel, sálfræðingur og næringarfræðingur, segir að margir einblíni á ranga hluti þegar þeir vilja minnka magamálið. Hann sagði mikilvægt að stunda bæði þrekþjálfun og styrktaræfingar ef ætlunin er að minnka magamálið.

Sofðu lengi fram eftir eða farðu snemma í rúmið. Það skiptir eiginlega ekki máli hvernig þú sefur nóg, aðalatriðið er að þú sofir nóg. Eve Van Cauter, forstjóri heilbrigðisdeildar Chicago háskóla, segir að enginn vafi leiki á að ónógur svefn valdi svengd og auki matarlyst. Það geti leitt til of mikillar neyslu sem valdi þyngdaraukningu.

Áfengisneyslu ber að stilla í hóf því áfengi sest oft sem fita á magann vegna þess að áfengi inniheldur mikið af hitaeiningum. Áfengisneysla hefur einnig oft í för með sér slæmar matarvenjur og slæmt val á mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar