fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 12:30

Risaeðluspor. Mynd:NHM London/Peter Falkingham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sért á gangi eftir strönd og að þar finnir þú 200 milljóna ára gömul fótspor eftir risaeðlu. Þetta hljómar eiginlega eins og söguþráður í barnabók en fyrir hina 10 ára Tegan þá er þetta raunveruleikinn því hún fann slík spor á strönd í Wales.

Metro segir að Tegan hafi farið með Claire móður sinni á ströndina til að leita að steingervingum. Það er óhætt að segja að þær hafi veðjað hárrétt á hvar á ströndinni væri vænlegt til árangurs að leita að steingervingum.

Á svæðinu, sem þær völdu, koma fótspor eða bein í ljós á um fimm ára fresti. Til dæmis kom heil beinagrind 201 milljón ára gamallar dracoraptor risaeðlu í ljós þar 2014. Þetta var kjötæta, náskyld T-rex.

Tegan fann heil fimm fótspor og voru um 75 cm á milli þeirra. Þetta bendir til að þarna hafi töluvert stór risaðela gengið um.

„Við fórum bara þangað til að sjá hvort við myndum finna eitthvað, við áttum ekki von á að finna eitthvað. Við fundum þessar stóru holur sem líktust risaeðlufótsporum. Mamma tók myndir, sendi þær til safnsins og þetta reyndust vera fótspor eftir hálslanga risaeðlu,“ sagði Tegan.

Enn á eftir að staðfesta hvaða risaeðlutegund gekk þarna um og skildi fótsporin eftir sig en talið er að það hafi verið cameloti sem var risavaxinn jurtaæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar