Sky News segir að ráðist hafi verið á hana á heimili hennar í Trans Nzoia í Kenía. Hún er sögð vera í lífshættu en hún hlaut brunasár á 75% líkamans.
Cheptegei lenti í 44. sæti í maraþonhlaupi á ólympíuleikunum í París í sumar en hún hljóp á rétt rúmlega tveimur og hálfri klukkustund.
Talsmaður lögreglunnar í Trans Nzoia sagði að unnusti Cheptegei, Dickson Ndiema, hafa keypt bensínbrúsa, hellt úr honum yfir hana og kveikt í henni á sunnudaginn í kjölfar deilna þeirra á milli.
Hann hlaut einnig brunaáverka og liggur einnig á sjúkrahúsi.