fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Neituðu drengnum um vegabréf vegna nafns hans

Pressan
Föstudaginn 27. september 2024 03:21

Nafn drengsins er sótt til Luke Skywalker. Mynd:Lucas Film

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk fjölskylda lenti nýlega í nokkrum hremmingum þegar sjö ára syni þeirra var neitað um vegabréf vegna nafns hans. Ástæðan var sögð að það að gefa út vegabréf í nafni hans væri brot gegn höfundarrétti.

Sonurinn heitir Loki Skywalker Mowbray. Miðnafnið er auðvitað sótt í Stjörnustríðssagnabálkinn og töldu yfirvöld að það brjóti gegn höfundarrétti að skrá Skywalker nafnið í vegabréf því Disney eigi réttinn á því.

Foreldrar hans höfðu pantað ferð til Dómíkanska lýðveldisins í lok október en þetta átti að vera fyrsta frí fjölskyldunnar síðan 2014 en vegna vinnu Christian Mowbray, fjölskylduföðurins, hjá breska hernum hefur hún átt erfitt með að finna tíma til að fara í frí saman auk þess sem eiginkona hans glímir við alvarlega áfallastreituröskun.

Suffolk News hefur eftir Mowbray að hann skilji vel afstöðu yfirvalda en telji að þau verði að átta sig á að nafngiftir séu í stöðugri þróun. „Ég skil þetta ef fullorðnir breyta nafninu sínu en það er annað með barn sem hefur borið nafnið frá fæðingu,“ sagði hann.

Hann sagði að málið hafi valdið fjölskyldunni „miklu álagi“ því hún hafi séð fram á að þurfa hugsanlega að hætta við fríið og ekki bætti úr skák ef breyta þyrfti nafni sonarins.

Loki fæddist 4. maí, sem er haldinn hátíðlegur sem Stjörnustríðsdagur, og fannst foreldrum hans því við hæfi að miðnafn hans tengdist sagnabálkinum. Stjörnustríð hefur verið stór hluti af lífi Mowbray síðan hann var barn.

Á föstudaginn birti þó til hjá fjölskyldunni þegar innanríkisráðuneytið tilkynnti henni að það muni gefa út vegabréf fyrir Loka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir