fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Hana dreymdi um að opna lítinn veitingastað – Varð mun meira en það

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 07:00

Pitsur eru vinsæll matur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Marian Ilitch notaði allan sparnað sinn og eiginmannsins Mike til að opna lítinn pitsastað í úthverfi Detroit árið 1959 grunaði hana ekki að mörgum árum síðar yrði hún meðal ríkustu kvenna í heimi.

Hún byrjaði snemma að hjálpa föður sínum á veitingastaðnum hans. Fyrstu verkefni hennar voru að fylla á servíettustandana og sjá til þess að alltaf væri nóg af salti, sósum og kryddi á borðunum.

Hún lauk háskólanámi og fékk vinnu hjá Delta Airlines en það blundaði alltaf í henni draumur um að opna lítinn veitingastað og það gerði hún að lokum að sögn Ambito.

Það var ekki auðvelt fyrir hana að sannfæra Mike um að nafnið sem hún hafði í huga væri rétta nafnið fyrir pitsastað. Hann vildi láta hann heita „Pizza Treat“ en hún vildi láta hann heita „Little Caesars“.

Þau náðu samkomulagi um að láta hann heita „Little Caesars Pizza Treat“ en staðurinn varð fyrst almennilega þekktur árið 1979 þegar hann byrjaði að auglýsa tvær pítsur á verði einnar undir slagorðinu „Pizza! Pizza!“.

Viðskiptahugmynd hjónanna gekk út á að vera með einfaldan og aðlaðandi matseðil sem fjölskyldur, sérstaklega barnafjölskyldur, hefðu ráð á. Þetta sló í gegn og úr varð keðjan „Little Cesars Pizza“.

Nú eru um 5.400 Little Caesars veitingastaðir um allan heim.

En það voru ekki bara pítsur sem lögðu grunninn að auðæfum hjónanna því Marian elskaði íshokkí og árið 1982 keyptu hjónin Detroit Red Wings liðið. Það vann fjölda meistaratitla í kjölfarið.

Þau keyptu einnig Fox Theatre í Detroit og gerðu upp og gerðu að höfuðstöðvum Little Caesars. Mike lést 2017 en Maria er enn á líf. Auður hennar er metinn á fjóra milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir