fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Ólýsanleg martröð í Póllandi – Hinn pólski Josef Fritzl hélt konu fanginni í hlöðu í fjögur ár eftir að þau kynntust á stefnumótasíðu

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 21:45

Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martröð konu sem var haldið fanginni í fjögur ár í hlöðu í Póllandi hefur vakið mikinn óhug. Gerandanum hefur verið lýst sem hinum pólska Josef Fritzl, en Fritzl var austurrískur níðingur sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallaranum sínum árum saman. 

Konan nýtur nafnleyndar að hluta í málinu og er aðeins kölluð Malgorzata í fréttum. Hún er í dag þrítug en martröð hennar hófst árið 2019 þegar hún kynntist Mateusz J. á stefnumótasíðu. Mateusz bauð henni að koma í heimsókn til sín í smábæinn Glogow í vesturhluta Póllands og þar hélt hann hanni fanginni í rúmlega fjögur ár.

Lesendur eru varaðir við því að lýsingar á þessu hrottalega máli geta komið illa við. 

Mátti Malgorzata þola miklar pyntingar. Hann barði hana reglulega, beitti hana hana kynferðisofbeldi og barnaði hana. Það sem vekur sérstakan óhug er að Malgorzata var haldið í hlöðu sem er staðsett bara fjórum metrum frá nágrönnum Mateusz, en nágrannarnir eru fjölmiðillinn myGlogow.

Bæjarbúar lýsa Mateuzs sem einfara og furðufugl. Hann var handtekinn í vikunni og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi fyrir andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.

Saksóknarar í málinu segja að konan hafi engan aðgang haft að rafmagni, vatni, salerni eða hreinlætisvörum á meðan henni var haldið fanginni. Þegar hún fullnægði ekki þörfum kvalara síns var hún lamin, pyntuð og svelt.

Eftir að hún varð ólétt fór Mateuzs með hana á sjúkrahús í nágrannabænum Nowa Sol. Þar fæddi hún barn og var neydd til að gefa það til ættleiðingar.

„Ég gat ekki sagt læknum sannleikann. Ég var hrædd og hann hótaði mér því að ef ég kvartað þá yrði allt verra fyrir mig.“

Málið þykir minna á martröð Elizabeth Frizl sem var haldið fanginni í 24 ár í kjallaranum á heimili föður síns og á þessum tíma fæddi hún sjö börn.

Malgorzata fór nokkrum sinnum á sjúkrahús síðustu árin þar sem Mateuzs vildi láta gera að sárum hennar sem hún hlaut eftir barsmíðar hans. Hann braut á henni hendina, fótlegginn og á síðasta ári þurfti hún að gangast undir aðgerð út af áverka á endaþarmi.

Hún var aftur lögð inn á sjúkrahús á þriðjudaginn eftir að hún fór úr axlarlið og þá tókst henni að gera læknum viðvart sem hringdu í lögreglu.

Mateuzs var handtekinn á föstudag en neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu