fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 16:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður núverandi forseta, hefur hótað því að „sökkva“ Bretlandi með aðstoð ofurhljóðfrárra eldflauga.

Medvedev er í dag næstráðandi í þjóðaröryggisráði Rússlands en hann er óhress með yfirlýsingar David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, um stuðning Breta við Úkraínu.

Medvedev birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði í orð Lammy um langtímastuðning Bretlands við Úkraínu.

Í færslunni sagði Medvedev:

„Utanríkisráðherra Bretlands David Lammy hefur heitið Úkraínu stuðningi næstu hundrað árin. 1) Hann er að ljúga. 2) Hin svokallaða Úkraína mun ekki endast í fjórðung þessa tíma. 3) Eyjan sem kallast Bretland mun sökkva á næstu árum. Okkar ofurljóðfráu eldflaugar munu hjálpa ef þess gerist nauðsyn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áróður af þessu tagi frá Rússum beinist að Bretlandi. Árið 2022, nokkrum mánuðum eftir innrásina í Úkraínu, hótaði Dmitry Kiselyov, bandamaður Pútíns, því að Rússar myndu senda kjarnorkusprengju á Bretland. Henni yrði skotið neðansjávar með þeim afleiðingum að geislavirk flóðbylgja myndi flæða yfir landið.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út ef Bretland eða aðrar bandaþjóðir Úkraínu heimila notkun þeirra á langdraugum eldflaugum frá aðildarríkjum NATO á rússneskri grund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar