fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 16:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður núverandi forseta, hefur hótað því að „sökkva“ Bretlandi með aðstoð ofurhljóðfrárra eldflauga.

Medvedev er í dag næstráðandi í þjóðaröryggisráði Rússlands en hann er óhress með yfirlýsingar David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, um stuðning Breta við Úkraínu.

Medvedev birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði í orð Lammy um langtímastuðning Bretlands við Úkraínu.

Í færslunni sagði Medvedev:

„Utanríkisráðherra Bretlands David Lammy hefur heitið Úkraínu stuðningi næstu hundrað árin. 1) Hann er að ljúga. 2) Hin svokallaða Úkraína mun ekki endast í fjórðung þessa tíma. 3) Eyjan sem kallast Bretland mun sökkva á næstu árum. Okkar ofurljóðfráu eldflaugar munu hjálpa ef þess gerist nauðsyn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áróður af þessu tagi frá Rússum beinist að Bretlandi. Árið 2022, nokkrum mánuðum eftir innrásina í Úkraínu, hótaði Dmitry Kiselyov, bandamaður Pútíns, því að Rússar myndu senda kjarnorkusprengju á Bretland. Henni yrði skotið neðansjávar með þeim afleiðingum að geislavirk flóðbylgja myndi flæða yfir landið.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út ef Bretland eða aðrar bandaþjóðir Úkraínu heimila notkun þeirra á langdraugum eldflaugum frá aðildarríkjum NATO á rússneskri grund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið