Caleb, sem var með um 20 þúsund fylgjendur á miðlinum, tók þátt í hálfmaraþoni við Disneyland í Kaliforníu á sunnudag en hann hneig niður stuttu eftir að hann kom í mark.
Hlaupið hófst snemma á sunnudagsmorgun í 37 stiga hita og varð Caleb tíðrætt um mikinn hita í aðdraganda hlaupsins. Hann var nokkuð vanur hlaupari og gríðarlegur áhugamaður um Disneyland eins og sjá má á TikTok-síðu hans sem var helguð þessum ævintýraheimi.
People greinir frá því að hann hafi komið í mark á um tveimur klukkustundum, en skömmu eftir að hann kom yfir endalínuna virtist hann kenna sér meins fyrir brjósti.
Áhorfanda tókst að grípa hann áður en hann féll í götuna og missti meðvitund. Þegar í ljós kom að hann væri kominn í hjartastopp hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað en þær báru ekki árangur. Var Caleb úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar.
@calebgtravels Disneyland Halloween half mararhon is tomorrow and this heat got me looking crazy #disney #rundisney #disneyland #disneyparks #run ♬ original sound – Caleb