fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

TikTok-stjarna lést eftir að hafa hlaupið hálfmaraþon í steikjandi hita

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 10:49

Caleb Graves.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona innilega að ég komist í gegnum hlaupið á morgun,“ sagði hinn 35 ára gamli Caleb Graves í myndbandi á TikTok sem reyndist vera hans síðasta.

Caleb, sem var með um 20 þúsund fylgjendur á miðlinum, tók þátt í hálfmaraþoni við Disneyland í Kaliforníu á sunnudag en hann hneig niður stuttu eftir að hann kom í mark.

Hlaupið hófst snemma á sunnudagsmorgun í 37 stiga hita og varð Caleb tíðrætt um mikinn hita í aðdraganda hlaupsins. Hann var nokkuð vanur hlaupari og gríðarlegur áhugamaður um Disneyland eins og sjá má á TikTok-síðu hans sem var helguð þessum ævintýraheimi.

People greinir frá því að hann hafi komið í mark á um tveimur klukkustundum, en skömmu eftir að hann kom yfir endalínuna virtist hann kenna sér meins fyrir brjósti.

Áhorfanda tókst að grípa hann áður en hann féll í götuna og missti meðvitund. Þegar í ljós kom að hann væri kominn í hjartastopp hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað en þær báru ekki árangur. Var Caleb úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar.

@calebgtravels Disneyland Halloween half mararhon is tomorrow and this heat got me looking crazy #disney #rundisney #disneyland #disneyparks #run ♬ original sound – Caleb

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar