„Þetta er einfaldur vani sem getur bjargað lífi fólks,“ sagði Dr. Chun Tang, hjá Pall Mall Medical í Bretlandi, í samtali við Daily Express.
Breytingar á kúknum geta gefið vísbendingu um ef eitthvað er að í líkamanum og af þeim sökum er mikilvægt að skoða hvernig kúkurinn lítur út.
Dr. Tang benti á að blóð í kúki sé eitthvað sem þurfi að taka mjög alvarlega, því það getur verið merki um krabbamein í þörmunum. Þrjár mikilvægustu vísbendingarnar um krabbamein í þörmum eru blóð í kúknum, breytingar á hægðavenjum og magaverkir að sögn Dr. Tang sem bætti við að þessi einkenni geti einnig verið merki um síður alvarleg heilbrigðisvandamál, til dæmis bólgur í ristli, fæðuóþol og gyllinæð.
„Það er því engin ástæða til að hrapa að ályktunum og gefa sér að um eitthvað alvarlegt sé að ræða,“ sagði Dr. Tang sem mælir með að ef þessi einkenni séu viðvarandi, sé mikilvægt að leita ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki.