fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Suðurkóreski herinn óttast nektarmyndir og bregst nú við

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 22:00

Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu hafa miklar áhyggjur af deepfake-klámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt mál hefur komið illa við marga í Suður-Kóreu að undanförnu. Hafa háskólar, menntaskólar og grunnskólar fundið fyrir þess og nú síðast er það her landsins.

Málið snýst um dreifingu nektarmynda sem eru falsaðar. Þær eru gerðar með aðstoð gervigreindar, svokallað „deepfake-klám“.

Dreifing á slíkum myndum og myndböndum hefur verið mikil um alla Suður-Kóreu að undanförnu í gegnum Telegram. Mörg hundruð manns hafa orðið fórnarlömb mynddreifinga af þessu tagi en þá er saklausum myndum af þeim breytt í klám.

Yonhap-fréttastofan segir að nú hafi suðurkóreski herinn ákveðið að fjarlægja myndir af hermönnum og starfsfólki hersins af heimasíðu sinni og innri samskiptavefum. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði þetta gert því það sé hugsanlega hægt að misnota myndirnar til að búa til klám með aðstoð gervigreindar.

Ráðuneytið skýrði frá því á mánudaginn að 24 hermenn og starfsfólk hersins hefði nú þegar orðið fyrir barðinu á slíkum fölsunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar