Árið 2012 létust tveir synir konunnar og bræður litlu stúlkunnar, 5 og 9 ára, þegar drukkinn ökumaður ók yfir tjald þeirra á tjaldsvæði í Norður-Dakóta.
CBS News greinir frá þessu.
Í slysinu 2012 slasaðist faðir barnanna, Juan Ruiz, einnig og í kjölfarið urðu þau hjónin ötulir talsmenn harðari refsinga vegna ölvunaraksturs.
Í frétt NBC kemur fram að skólayfirvöld hafi látið vita síðastliðinn föstudag þegar enginn kom og sótti fimm ára gamlan bróður litlu stúlkunnar í skólann. Aðstandendur fjölskyldunnar fóru heim til Söndru og komu þá að þeim mæðgum meðvitundarlausum úti í bíl. Stúlkan, Ily Ruiz, var látin en Sandra var flutt á sjúkrahús. Þar kom í ljós að hún var undir miklum áhrifum áfengis og fundust tómar áfengisflöskur í bílnum.
Sandra hefur nú verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi og gæti hún átt þungan dóm yfir höfði sér.