fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Vildi „herða“ son sinn og gaf honum byssu – Kallaði hann afar ljótum nöfnum

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Colin Gray, faðir hins fjórtán ára gamla Colt Gray, er sagður hafa gefið syni sínum hálfsjálfvirkan árásarriffil af tegundinni AR-15 til að „herða“ drenginn. Colt notaði þetta sama skotvopn til að skjóta tvo kennara og tvo samnemendur sína til bana í Apalachee-skólanum í síðustu viku.

Málið hefur vakið mikið umtal í Bandaríkjunum, en eins og greint hefur verið frá hefur Colin verið handtekinn og ákærður fyrir aðild að harmleiknum. Gæti hann átt lífstíðarfangelsi 180 ára fangelsi yfir höfði sér.

New York Post fjallar um málið í dag en í umfjölluninni kemur fram að Colin hafi gefið drengnum byssuna í jólagjöf um síðustu jól.

Í umfjölluninni er haft eftir fjölskyldumeðlimum og þeim sem þekktu til fjölskyldunnar að Colin hafi  ítrekað talað niður til sonar síns.

„Hann kallaði hann öllum illum nöfnum og lét hann heyra hluti sem enginn vill heyra,“ segir einstaklingur sem tengist fjölskyldu móðurfjölskyldu Colts. Nefndi hann orð eins og „sissypussy og bitch“ að því er segir í umfjöllun New York Post.

„Þetta voru orð sem voru notuð til að niðurlægja hann og draga úr því að hann væri nógu mikill karlmaður,“ segir fjölskyldumeðlimurinn og bætir við að Colin hafi þótt sonur sinn allt of „blíður og viðkvæmur“ og þess vegna hafi hann gefið honum byssu.

Colt hefur verið ákærður fyrir fjögur morð og verður réttað yfir honum líkt og um fullorðinn einstakling sé að ræða. Dauðarefsing er við lýði í Georgíuríki en vegna ungs aldurs Colts munu saksóknara ekki fara fram á hana.

Charles Polhamus, 81 árs móðurafi Colts, kallaði eftir því í gær að Colin yrði dæmdur til dauða vegna fjöldamorðanna. Ábyrgð hans væri mikil og hann hefði komið einstaklega illa fram við son sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið