New York Post segir að flestar þeirra snúist um föður hans, hinn 54 ára Colin Gray.
Miðillinn segir að Colt hafi alist upp á heimili þar sem óregla og ofbeldi hafi verið daglegt brauð. Móðir hans var ítrekað handtekin vegna fíkniefnaneyslu, umferðarlagabrota og eignaspjalla.
Faðir hans er sagður vera ofbeldismaður sem hafi ítrekað beitt börn sín og eiginkonu ofbeldi. Hann er í haldi lögreglunnar og verður væntanlega ákærður fyrir aðild að morðunum því hann gaf Colt AR-15 árásarriffil í jólagjöf en það er vopnið sem hann notaði við ódæðisverkið.
New York Post hefur eftir nágrönnum að þeir hafi oft heyrt börnin á heimilinu hrópa á hjálp.
Móðurafi Colt sagði í samtali við CNN að Colt hafi verið góður drengur sem hafi búið í óvinveittu umhverfi. Faðir hans hafi lamið hann og hafi einnig beitt hann andlegu ofbeldi og móðir hans hafi fengið sömu meðferð. Foreldrar hans eru skilin og var skilnaðurinn mjög erfiður að sögn móðurafans.