fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Pressan

Skemmtiferðaskipið sem á að sigla að eilífu en kemst ekki úr höfn

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 03:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí átti skemmtiferðaskipið Villa Vie Odyssey að láta úr höfn í Belfast á Norður-Írlandi og sigla um heimshöfin nánast að eilífu. Farþegunum stóð til boða að kaupa sér káetu og flytja um borð og sigla með skipinu í kringum jörðina. Mega þeir dvelja um borð eins lengi og þeir vilja.

En skipið er enn í höfn í Belfast að sögn CNN sem segir að farþegarnir (íbúarnir) séu misánægðir með stöðu mála. Þeir voru búnir að festa kaup á káetum og voru tilbúnir til að leggja af stað í hnattsiglingu en reiknað er með að skipið ljúki einum hring á þremur og hálfu ári.

Búið var að selja nánast allar káeturnar en þær kosta á bilinu 14 til 34 milljónir íslenskra króna.

Sumir íbúa skipsins hafa nýtt biðtímann í Belfast vel en aðrir eru óþolinmóðir og vilja bara komast út á sjó.

Mikael Petterson, forstjóri Villa Vie Residences, sem gerir skipið út, segir að skipið sé tilbúið til að sigla af stað en það hafi vantað nokkur leyfi og nú eigi bara eftir að fá leyfi hjá strandgæslunni til að láta úr höfn.

Hluti af verðandi íbúum skipsins hefur nýtt tímann til að ferðast upp á eigin spýtur en aðrir hafa haldið sig nærri Belfast. Fran Paroissien, frá Ástralíu, hefur haldið sig nærri skipinu síðan í maí. Í samtali við CNN sagði hún að Villa Vie Residence hafi boðið íbúunum upp á ferðir til Kanaríeyja eða Seychelleseyja en þar sem henni sé illa við að fljúga hafi hún aðeins farið í stuttar ferðir með lestum og ferjum. En þrátt fyrir biðina horfir hún björtum augum fram á veginn.

En það eru ekki allir jafn þolinmóðir og hún og sjö íbúar hafa hætt við að fara í siglinguna og tveimur hefur verið vísað frá borði því þeir viðhöfðu „neikvæð ummæli“ um fyrirtækið sem gerir skipið út.

Bonny Kelter, 66 ára, var sparkað frá borði fyrirvaralaust að hennar sögn. Hún sagðist hafa haft í hyggju að búa um borð það sem hún á eftir ólifað.

Petterson viðurkenndi í samtali við CNN að Kelter hafi ekki enn fengið endurgreitt frá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýrkeypt partý hjá syni norsku krónprinsessunnar – Dýrmætum silfurbúnaði stolið af heimili krónprinshjónanna

Dýrkeypt partý hjá syni norsku krónprinsessunnar – Dýrmætum silfurbúnaði stolið af heimili krónprinshjónanna
Pressan
Í gær

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundur eða maður? – Netverjar klóra sér í kollinum yfir furðulegu myndbandi

Hundur eða maður? – Netverjar klóra sér í kollinum yfir furðulegu myndbandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi