fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 16:30

Hann er aðalmaðurinn á bak við þróun iPhoen. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska fjölskyldu rak í rogastans þegar hún opnaði umbúðirnar utan um glænýjan Iphone farsíma sem keyptur var hjá einni helst raftækjaverslanakeðju Svíþjóðar. Engan síma var þar að finna heldur aðeins lítil málmstykki sem pökkuð voru inn í álpappír. Fjölskyldan segir verslunina ekki hafa tekið sig alvarlega fyrr en hún hafði samband við sænska ríkissjónvarpið SVT.

Síminn var hugsaður fyrir móðurina á heimilinu en dóttir hennar, hin 9 ára gamla Linn Pshdar, vildi ólm opna umbúðirnar og taka upp myndband af því en slík myndbönd hafa oft sést á samfélagsmiðlum. Það var hins vegar eins gott að myndbandið var tekið upp en á því sést vel hversu forviða Linn verður þegar hún opnar umbúðirnar og sér engan síma heldur aðeins málmdrasl í álpappír.

Pshdar fjölskyldan keypti þó símann ekki hjá aðila sem fyrir fram hefði getað talist vafasamur heldur var hann keyptur í verslun Elgiganten sem er ein helsta raftækjaverslanakeðja landsins. Fyrir það sem þau töldu vera Iphone farsíma greiddi fjölskyldan 15.000 sænskar krónur (rétt tæplega 200.000 íslenskar krónur).

Fjölskyldan hélt þegar í stað aftur í verslunina. Á myndbandinu af því þegar Linn opnar umbúðirnar sést vel að hún rýfur innsiglið og að við blasa litlu málmstykkinn en enginn sími. Fjölskyldan gat því sannað að hún var ekki að reyna að svíkja fé út úr Elgiganten. Starfsfólk verslunarinnar trúði þessu hins vegar ekki. Fjölskyldan óskaði þá eftir því að yfirmaður yrði kallaður til en hann kom ekki til að ræða við fjölskylduna. Niðurstaðan varð sú að þau ættu að senda tölvupóst og láta myndbandið fylgja með.

Neyddust til að hafa samband við fréttamenn

Fjölskyldan sagði hins vegar SVT sögu sína og þegar fréttamenn þess höfðu samband við Elgiganten hafði fyrirtækið samband við fjölskylduna. Fékk hún nýjan síma afhentan og þar að auki bætur og afsökunarbeiðni.

Elgiganten tjáði SVT að síminn sem fjölskyldan keypti hafi áður verið keyptur af öðrum aðila sem hafi skilað honum. Þar sem ekki hafi litið út fyrir annað en að innsiglið hafi verið órofið hafi fyrirtækið getað selt símann sem nýjan. Fyrirtækið segir ljóst að skilin hafi farið fram með sviksömum hætti. Viðkomandi hafi skilað umbúðunum en haldið eftir símanum. Hvernig viðkomandi hafi farið að því að skila umbúðunum í þannig ástandi að það hafi litið út fyrir að þær hafi ekki verið opnaðar sé hins vegar ekki vitað. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar