Þetta kemur fram í umfjöllun Reader‘s Digest sem segir að gosdósir þurfi að þola gríðarlegan þrýsting innan frá vegna kolsýrunnar.
Það að botninn er íhvolfur gerir að verkum að það er auðveldara fyrir dósina að standast þrýsting sem er allt að 6,2 bör en það er um sex sinnum meiri þrýstingur en er í andrúmsloftinu. Hönnun dósarinnar kemur í veg fyrir að hún springi vegna þrýstingsins í kolsýrunni. Álið er þunnt en vegna þess að botninn er íhvolfur þolir hún mikið.
Hönnunin gerir einnig að verkum að það er auðveldara að stafla dósunum og það er ekki bara gott þegar þú ert að raða dósum í ísskápinn, það gerir flutning á þeim einnig öruggari.