Þó að ýmsir myndu telja augljóst að um manndráp hafi verið að ræða er lögreglan ekki á sama máli. Hún telur að Ellen hafi svipt sig lífi.
Réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki Ellenar á sínum tíma komst að þeirri niðurstöðu að um manndráp hafi verið að ræða en eftir mótmæli frá lögreglunni var niðurstöðunni breytt í sjálfsvíg. Fjölskyldan vill að dánarorsökinni verði aftur breytt í manndráp og hefur hæstiréttur samþykkt að taka málið til efnislegrar meðferðar.
Ellen starfaði sem grunnskólakennari og var það unnusti hennar sem kom að henni látinni. Lögregla mat það svo að engar líkur væru á að hún hefði verið myrt. Þannig hefði heimili hennar verið læst innan frá og unnusti hennar – sem sagðist hafa sparkað útidyrahurðinni niður til að komast inn – var ekki með blóð eða áverka á sér. Lá hann aldrei undir sérstökum grun í málinu.
Eðli málsins samkvæmt eru aðstandendur Ellenar hugsi yfir vinnubrögðum lögreglu í málinu. Ellen var sem fyrr segir með tuttugu áverka eftir hníf á sér, þar af um tíu aftan á hálsinum. Hafa ýmsir spurt sig hvernig hún hafi átt að geta svipt sig lífi með þessum hætti.