fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Með tuttugu stungusár en sögð hafa framið sjálfsvíg

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 20:30

Ellen Greenberg með unnusta sínum, Samuel Goldberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Philadelphiu hefur samþykkt að taka til umfjöllunar mál 27 ára konu sem fannst látin á heimili sínu í janúar árið 2011. Konan, Ellen Greenberg, fannst látin með tuttugu stungusár víðs vegar um líkamann.

Þó að ýmsir myndu telja augljóst að um manndráp hafi verið að ræða er lögreglan ekki á sama máli. Hún telur að Ellen hafi svipt sig lífi.

Réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki Ellenar á sínum tíma komst að þeirri niðurstöðu að um manndráp hafi verið að ræða en eftir mótmæli frá lögreglunni var niðurstöðunni breytt í sjálfsvíg. Fjölskyldan vill að dánarorsökinni verði aftur breytt í manndráp og hefur hæstiréttur samþykkt að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Ellen starfaði sem grunnskólakennari og var það unnusti hennar sem kom að henni látinni. Lögregla mat það svo að engar líkur væru á að hún hefði verið myrt. Þannig hefði heimili hennar verið læst innan frá og unnusti hennar – sem sagðist hafa sparkað útidyrahurðinni niður til að komast inn – var ekki með blóð eða áverka á sér. Lá hann aldrei undir sérstökum grun í málinu.

Eðli málsins samkvæmt eru aðstandendur Ellenar hugsi yfir vinnubrögðum lögreglu í málinu. Ellen var sem fyrr segir með tuttugu áverka eftir hníf á sér, þar af um tíu aftan á hálsinum. Hafa ýmsir spurt sig hvernig hún hafi átt að geta svipt sig lífi með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum