fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Missti andlitið þegar hann fékk að vita hvers virði úrið hans er

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 07:00

Hann missti svo sannarlega andlitið. Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að maður einn hafi misst andlitið þegar hann mætti í breska sjónvarpsþáttinn Antiques Roadshow og lét verðmeta úr sem hann á.

Þátturinn var sýndur nýlega á rás BBC en í þessum þáttum gefst fólki kostur á að koma með muni og láta verðmeta þá.

Fyrrgreindur maður mætti í þáttinn með Omega Speedmaster Professional armbandsúr. Þegar Richard Price, sérfræðingur, sagði honum hvers virði það er missti hann nánast andlitið.

Úrið góða. Skjáskot/BBC

 

 

 

 

 

„Við köllum það „Tunglúrið“ af þeirri einföldu ástæðu að strákarnir tveir, Armstrong og Aldrin, báru það á tunglinu í júlí 1969. Fyrsta úrið á tunglinu,“ sagði hann.

Úrið, sem maðurinn á, er þó „fyrir-tunglið úr“ að sögn sérfræðinga því það var framleitt 1968.

Hvað varðar úrið sagði maðurinn að hann hafi verið sjómaður á kaupskipum í um eitt og hálft ár. Þegar leið að 21 árs afmæli hans spurðu foreldrar hans, hvað hann vildi í afmælisgjöf og svar hans var: „Mjög gott armbandsúr.“

Hann keypti úrið síðan í Hong Kong þegar skip hans kom þar til hafnar og kostaði það 45 bresk pund.

Hann fékk „mikilvæga kvittun“ með úrinu því hún sannar að hann keypti það og að hann hafi alltaf átt það. Hann sagðist hafa notað það í gegnum árin eða þar til í kringum 1983. Það hefur aldrei verið gert upp og er því algjörlega í upprunalegri mynd.

Price sagði að það sé algjör undantekning að finna Speedmaster úr af þessari tegund og að ef það verði sett á uppboð í dag fáist að líkinum 30.000 til 40.000 pund fyrir það en það svarar til 5,3 til 7,1 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum