Þátturinn var sýndur nýlega á rás BBC en í þessum þáttum gefst fólki kostur á að koma með muni og láta verðmeta þá.
Fyrrgreindur maður mætti í þáttinn með Omega Speedmaster Professional armbandsúr. Þegar Richard Price, sérfræðingur, sagði honum hvers virði það er missti hann nánast andlitið.
„Við köllum það „Tunglúrið“ af þeirri einföldu ástæðu að strákarnir tveir, Armstrong og Aldrin, báru það á tunglinu í júlí 1969. Fyrsta úrið á tunglinu,“ sagði hann.
Úrið, sem maðurinn á, er þó „fyrir-tunglið úr“ að sögn sérfræðinga því það var framleitt 1968.
Hvað varðar úrið sagði maðurinn að hann hafi verið sjómaður á kaupskipum í um eitt og hálft ár. Þegar leið að 21 árs afmæli hans spurðu foreldrar hans, hvað hann vildi í afmælisgjöf og svar hans var: „Mjög gott armbandsúr.“
Hann keypti úrið síðan í Hong Kong þegar skip hans kom þar til hafnar og kostaði það 45 bresk pund.
Hann fékk „mikilvæga kvittun“ með úrinu því hún sannar að hann keypti það og að hann hafi alltaf átt það. Hann sagðist hafa notað það í gegnum árin eða þar til í kringum 1983. Það hefur aldrei verið gert upp og er því algjörlega í upprunalegri mynd.
Price sagði að það sé algjör undantekning að finna Speedmaster úr af þessari tegund og að ef það verði sett á uppboð í dag fáist að líkinum 30.000 til 40.000 pund fyrir það en það svarar til 5,3 til 7,1 milljóna íslenskra króna.