Maðurinn hafði verið að reyna að fremja „svartagaldur“ og voru hænurnar hluti af honum.
Metro segir að maðurinn hafi verið með eiginkonu sinni og tveimur dætrum en til deilna hafi komið þeirra á milli því þær voru andsnúnar svartagaldurstilburðum hans.
Hann er sagður hafa yfirgefið þær til að fara og fremja svartagaldur.
Mæðgurnar fundu hann meðvitundarlausan bak við stóra steina. Viðbragðsaðilum tókst ekki að bjarga lífi hans.
Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en segir að ekkert bendi til að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en niðurstöðu krufningar er beðið.