Þetta kemur fram í greiningu Chainalysis sem segir að árið í ár stefni í að verða tekjuhæsta ár hakkara fram að þessu. Computerworld skýrir frá þessu.
Fram kemur að Chainalysis hafi komist að þeirri niðurstöðu að rúmlega 60 milljarðar hafi endað inni á rafmyntareikningum hakkara á fyrir helmingi ársins. Á fyrri árshelmingi síðasta árs fengu þeir „aðeins“ 140 milljónir.
Það virðist ekki hafa slegið hakkarana mikið út af laginu að bandarísku alríkislögreglunni FBI, í samvinnu við fleiri stofnanir, tókst að veita hökkurum þungt högg í byrjun ársins þegar látið var til skara skríða gegn tölvuþrjótahópunum Lockbit og Blackcats.
Þrátt fyrir að tekjur hakkaranna hafi aukist gríðarlega á milli ára, þá voru greiðslurnar 27% færri í ár en á síðasta ári. En ástæðan fyrir miklu hærri upphæð er að hakkararnir hafa nú að miklu leyti einbeitt sér að „stórfiskum“. Þetta eru stór fyrirtæki sem mega illa við að missa tölvukerfi sín og gögn í hendur hakkara og eru þau því oft mun líklegri til að greiða lausnargjald og það hátt.