Þessari spurningu var varpað fram á vef Live Science sem bendir á að öldum saman hafi vísindamenn skráð dýrategundir og staðsetningu þeirra. Áður en hin stafræna öld rann upp komu flestar þessara upplýsinga frá söfnum en nú leggur almenningur einnig sitt af mörkum.
Með þessum upplýsingum kortleggja vísindamenn útbreiðslu dýrategunda um allan heim.
Flestir vísindamenn eru sammála um að út frá fyrirliggjandi gögnum þá séu flestar dýrategundir í Suður-Ameríku. Þar eru auðvitað Amazon regnskógurinn og Andesfjöllin sem eru heimkynni fjölda dýrategunda. Það er heitt í álfunni og gott plöntulíf en það er ein af undirstöðunum fyrir fjölbreytt dýralíf.