fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Pressan

Hún var staðin að prófsvindli – Móðir hennar refsaði henni grimmdarlega

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heit umræða hefur staðið yfir að undanförnu á samfélagsmiðlinum Reddit í kjölfar þess að móðir ein leitaði ráða hjá lesendum varðandi ákvörðun sem hún tók.

Málið snýst um að það komst upp að dóttir hennar hafði svindlað á prófi. Til að refsa henni gaf móðir hennar hund dótturinnar á brott en hann var í miklum metum hjá stúlkunni.

Einhver efi virðist hafa læðst að móðurinn því hún leitaði álits notenda Reddit og spurði hvort þetta væri of þung refsing.

Í færslu sinni sagði hún að dóttirin hafi um langa hríð ekki sinnt náminu vel. Hún hafi sjaldan gert heimaverkefni sín, ekki fylgst með í tímum og undirbúið sig undir próf á síðustu stundu. Þrátt fyrir þetta fékk hún ásættanlegar einkunnir í öllum fögum nema sögu.

En allt fór í háaloft þegar dóttirin áttin að fara í mikilvægt próf. Hún fullvissaði móður sína um að hún myndi ná því og sýndi henni síðar sönnun þess að hún hefði staðist prófið.

Nokkru síðar var móðir hennar að þrífa herbergið hennar og fann þá kassa með pappírum og prófúrlausnum frá árinu áður. Meðal þeirra var prófúrlausn sem var næstum því alveg eins og prófúrlausn dótturinnar en var frá vinkonu hennar. Móðirin taldi augljóst að dóttirin hefði svindlað á prófinu.

Hún var staðráðin í að refsa dóttur sinni harkalega fyrir svindlið og ákvað því að gefa nágrannanum hundinn hennar.

Stúlkan hefur verið óhuggandi síðan og faðir hennar segir móðurina vera bjána. En móðirin stendur fast á því að svindlið eigi að hafa afleiðingar.

Í færslunni spyr hún hvort hún sé bjáni af því að hún gaf hundinn og segir að henni hafi fundist nauðsynlegt að gera það til að sýna hversu alvarlegt prófsvindl sé.

Skoðanir fólks um þetta eru skiptar. Sumir telja að móðirin hafi gengið of langt með þessu og þetta sé þess utan ekki sanngjarnt gagnvart hundinum. Aðrir styðja hana og segja þetta rétta ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu