fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Lögmaður hins opinbera stal 2 milljörðum úr viðspyrnusjóði vegna Covid – Notaði peningana til að fjármagna lúxuslíf

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður sem starfaði fyrir Atlanta-borg í Bandaríkjunum stal rúmlega 2 milljörðum úr viðspyrnusjóði hins opinbera. Peningana notaði hún til að fjármagna lúxus-lífsstíl. 

Hinn 62 ára Shelitha Robertson hefur nú verið dæmd í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir að stela rúmlega tveimur milljörðun frá lánasjóði hins opinbera sem var ætlað að verja launþega í faraldri COVID. Sjóðurinn kallaðist Paycheck Protection Program, sem bauð fyrirtækjum og einyrkjum upp á viðspyrnulán svo hægt væri að tryggja launagreiðslur.

Robertson og samverkamenn hennar sóttu um viðspyrnulán fyrir hönd fjögurra fyrirtækja sem hún átti og stýrði. Til að fá hærri lán laug Robertson á umsókninni um fjölda starfsmanna og heildarlaunagreiðslur. En þannig fékk hún mun meira að láni en hún átti rétt á. Til að styðja við umsóknina falsaði hún gögn frá skattinum.

Lánið fór svo ekki í rekstur fyrirtækjanna heldur notaði hún peningana í eigin þágu. Hún keypti sér meðal annars 10 karata demantshring, bleika Rolls Royce bifreið, mótorhjól og lagði eins peninga inn á fjölskyldu og samverkamann sinn.

„Hún var keyrð áfram af græðgi. Robertson notaði blekkingar til að fá fjármagn sem var ætlað að aðstoða lítil fyrirtæki í rekstrarerfiðleikum í faraldri Covid,“ sagði ríkislögmaður, Ryan K. Buchanan. „Við munum áfram vinna með félögum okkar í lögreglunni til að rannsaka og sækja til saka glæpamenn sem stálu úr viðspyrnusjóðum faraldursins.“

Robertson hélt einnig úti hlaðvarpi og vakti það óhug margra að rétt áður en hún var dæmd hélt hún áfram að birta þætta eins og ekkert hefði í skorist. Þar gaf hún hlustendum ráð um hvernig væri best að takast á við áskoranir í lífinu og hvernig væri hægt að þéna peninga með heilindum og hörkuvinnu.

„Ég kýs heilindi og allt sem þeim fylgir. Ég vel ekki að selja sál mína skrattanum því það myndi þýða að ég væri tilbúin að vera minni manneskja en ég er og tilbúin að niðurlægja mig fyrir hvað? Dollara?,“ sagði Robertson í hlaðvarpi sínu þrátt fyrir að vita vel að hún væri til rannsóknar fyrir fjársvik.

„Hvernig börnin mín sjá mig og virða er mér meira virði en skjótfengur gróði sem fengist frá því að vera eitthvað sem ég er ekki.“

Robertson reyndi í dómsal að höfða til góðmennsku dómara til að fá vægari refsingu.

„Ég er skítblönk. Reksturinn minn er úr sögunni. Ég er búinn að missa málflutningsleyfið. Eignir mínar eru farnar. Það eina sem ég hef er fjölskylda mín og trú mín á guð.“

Robertson sagðist iðra gjörða sinna, einkum þeirra áhrifa sem brotin hafa haft á nærumhverfi hennar og fjölskyldu.

„Ég er ekki þessi manneskja sem reyni að misnota aðra eða aðstæður. Ég hef gengist við því sem ég hef gert.“

Hún sannfærði þó dómarann ekki. Hann benti á að 2 milljarðar væru gífurlega miklir peningar. Robertson eigi sér engar málsbætur enda hafi ásetningur hennar verið mikill og hún hrokafull að halda að hún kæmist upp með þetta.

Frétt Daily Mail

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu