fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Fundu gríðarlegt magn af liþíum í Pennsylvania

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 18:30

Liþíum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið gríðarlegt magna af liþíum í frárennslisvatni frá gasvinnsluholu í Pennsylvania í Bandaríkjunum. Magnið dugir til að sjá Bandaríkjunum fyrir 40% af því liþíum sem þau þurfa árlega.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í vísindaritinu Scientific Reports. Fram kemur að frárennslisvatnið komi frá borun í steina í Marcelleus Shale gaslindunum.

Í yfirlýsingu frá vísindamönnunum er haft eftir Justin Mackey, hjá National Energy Technology Laboratory, að þeir hafi ekki haft hugmynd um hversu mikið magn væri þarna.

Um 90% af því liþíum, sem unnið er, kemur frá Ástralíu, Chile og Kína. Efnið er sjaldgæft en nauðsynlegt við framleiðslu rafhlaðna fyrir rafmagnsbíla, snjallsíma, fartölva, snjallúra og rafrettna. Eftirspurnin fer vaxandi og verðið hefur hækkað um rúmlega 500% á einu ári.

Eins og staðan er núna, er aðeins ein liþíum náma starfrækt í Bandaríkjunum, í Nevada, og því þarf að flytja mikið magn inn til að mæta eftirspurn.

Liþíum er mjög mikilvægt varðandi „orkuskiptin“ og hafa bandarísk yfirvöld markað þá stefnu að allt liþíum, sem notað er innanlands, eigi að vera unnið þar árið 2030. Unnið er að opnun fleiri náma, til dæmis í Nevada, Kaliforníu og Norður-Karólínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið