fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Pressan

Ár í Alaska eru appelsínugular vegna eiturefna sem losna úr sífreranum

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 17:30

Kutuk áin er appelsínugul. Mynd:Ken Hill/National Park Service

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bráðnun sífrerans í Alaska veldur því að það losnar um eiturefni sem renna út í ár landsins og lita þær skærappelsínugular og gerir vatnið súrt. Liturinn á ánum er svo áberandi að hann sést utan úr geimnum. Reikna má með að vandamálið verði enn stærra í framtíðinni.

Live Science segir að tugir áa í Alaska hafi orðið skærappelsínugular á síðustu árum vegna eiturefna sem losna úr sífreranum. Þessi litríka mengun getur hugsanlega verið ávísun á martröð fyrir vistkerfið.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Communications Earth & Environment, er skýrt frá að minnsta kosti 75 appelsínugulum ám og lækjum á svæði, sem er á stærð við Texas, í Brooks fjallgarðinum í Alaska. Flestar árnar uppgötvuðust þegar flogið var yfir svæðið í þyrlu.

„Þeim mun meira sem við flugum um, þeim mun fleiri appelsínugular ár og læki sáum við,“ er haft eftir Jon O´Donnell, vistfræðingi hjá National Park Service‘s Arctic Inventory and Monitoring Network, í yfirlýsingu.

Efnagreining á vatninu leiddi í ljós að í því var mikið magn af sinki, kopar, nikkel og kadmíum sem og járni en það á mesta sök á appelsínugula litnum. Einnig kom í ljós að vatnið var óvenjulega súrt. Ph-gildið í sumum af minni lækjunum var aðeins 2,3 en það er svipað og sýrustig sítrónusafa og ediks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið hina fullkomnu lækningu við þynnku

Telja sig hafa fundið hina fullkomnu lækningu við þynnku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru ólýsanlegir glæpir“

„Þetta eru ólýsanlegir glæpir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans